„Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2024 07:03 Stuðningsfólk Celtic í Skotlandi er meðal þeirra sem standa með Palestínu. Robert Perry/EPA Íþróttir eru ef til vill bitlaust verkfæri til að knýja fram samfélagsbreytingar en það er kominn tími til að taka afstöðu gegn Ísrael. Svona hljómar þýdd fyrirsögn pistilsins sem Jonathan Liew, íþróttablaðamaður The Guardian, birti á föstudag. Liew bendir á að þögn Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðaknattspyrnusambandsins sé ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun á meðan ríkisstjórn Ísrael sprengir saklaust fólk í loft upp í Palestínu. Um er að ræða persónulegan pistil frá Liew, svipað og Utan vallar hér á Vísi. Hann fer um víðan völl áður en hann bendir á að nærri tvær milljónir manns séu að svelta í hel á Gasasvæðinu. Jafnframt bendir Liew á að 76 Palestínumenn hafi verið drepnir á innan við 24 klukkustundum á mánudaginn var. Þá nefnir hann að það hafi verið gríðarleg sorg innan knattspyrnuheimsins eftir að sprengjuárás Ísrael drap fótboltamennina Eyad Abu-Khater og Hisham Al-Thaltini. „Ég er augljóslega að grínast, öllum var drullu sama. Sömu sögu er að segja um þá 344 palestínsku fótboltamenn sem hafa verið drepnir af Ísrael frá því í október á síðasta ári. Eða að ísraelskt knattspyrnulið frá landnemabyggð á Vesturbakkanum sé að spila í ísraelsku deildinni, þvert gegn reglum FIFA,“ segir Liew í kjölfarið í pistli sínum. From Jonathan Liew: Sport may be a blunt tool of social change, but it’s time to take a stand against Israel. https://t.co/qaPJWteY65— Sid Lowe (@sidlowe) November 22, 2024 Í kjölfarið ræðir hann þögn FIFA og þá afstöðu sem sambandið hefur tekið. Nú er rúmt hálft ár síðan það gaf út að það myndi taka ákvörðun varðandi landslið Ísrael. Það hefur hins vegar ekki enn komið nein tilkynning. „Við vitum, eða ættum að vita, muninn á réttu og röngu. Að drepa börn er rangt. Að ríkisstjórn gefi út að sumt fólk sé minna virði en annað, það er rangt. Að svelta fólk í hel er rangt.“ Pistil Jonathan Liew má lesa í heild sinni á vef The Guardian. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Kom til handalögmála í París Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. 15. nóvember 2024 09:01 Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Liew bendir á að þögn Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðaknattspyrnusambandsins sé ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun á meðan ríkisstjórn Ísrael sprengir saklaust fólk í loft upp í Palestínu. Um er að ræða persónulegan pistil frá Liew, svipað og Utan vallar hér á Vísi. Hann fer um víðan völl áður en hann bendir á að nærri tvær milljónir manns séu að svelta í hel á Gasasvæðinu. Jafnframt bendir Liew á að 76 Palestínumenn hafi verið drepnir á innan við 24 klukkustundum á mánudaginn var. Þá nefnir hann að það hafi verið gríðarleg sorg innan knattspyrnuheimsins eftir að sprengjuárás Ísrael drap fótboltamennina Eyad Abu-Khater og Hisham Al-Thaltini. „Ég er augljóslega að grínast, öllum var drullu sama. Sömu sögu er að segja um þá 344 palestínsku fótboltamenn sem hafa verið drepnir af Ísrael frá því í október á síðasta ári. Eða að ísraelskt knattspyrnulið frá landnemabyggð á Vesturbakkanum sé að spila í ísraelsku deildinni, þvert gegn reglum FIFA,“ segir Liew í kjölfarið í pistli sínum. From Jonathan Liew: Sport may be a blunt tool of social change, but it’s time to take a stand against Israel. https://t.co/qaPJWteY65— Sid Lowe (@sidlowe) November 22, 2024 Í kjölfarið ræðir hann þögn FIFA og þá afstöðu sem sambandið hefur tekið. Nú er rúmt hálft ár síðan það gaf út að það myndi taka ákvörðun varðandi landslið Ísrael. Það hefur hins vegar ekki enn komið nein tilkynning. „Við vitum, eða ættum að vita, muninn á réttu og röngu. Að drepa börn er rangt. Að ríkisstjórn gefi út að sumt fólk sé minna virði en annað, það er rangt. Að svelta fólk í hel er rangt.“ Pistil Jonathan Liew má lesa í heild sinni á vef The Guardian.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Kom til handalögmála í París Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. 15. nóvember 2024 09:01 Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Kom til handalögmála í París Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. 15. nóvember 2024 09:01
Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01