Rætt var við Sigmundínu Söru Þorgrímsdóttur, frá Orkusölunni, og Sigurbjörn Ara Sigurbjörnsson, frá Nova, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þá sagði Sigurbjörn það ekkert grín að setja upp svona skautasvell í miðborginni.
Til þyrfti marga kílómetra af jólaseríum og fluttir hefðu verið inn sérstakir „frost-skauta-sérfræðingar“ til að setja svellið upp.
Þau sögðu um tuttugu þúsund manns kíkja á svellið á ári hverju en þetta í tíunda sinn sem svellið er sett upp.
Svellið verður opið frá tíu á daginn til 22 á kvöldin allan desember. Listamenn munu koma þar fram og þar verður mikið „húllumhæ“ fyrir jólin.