Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 12:19 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi birtust tvær tilkynningar á vef Kennarasambands Íslands. Sú fyrri fjallaði um boðun verkfalla í tíu leikskólum til viðbótar frá 10. desember. Verkfallsboðunin var samþykkt með nær öllum greiddum atkvæðum í leikskólunum tíu sem eru víðs vegar á landinu. Þeir eru: Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt í Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Leikskóli Snæfellsbæjar Sú seinni sneri að aflýsingu verkfalla í leikskólunum fjórum sem hófu verkfallsaðgerðir í lok október. Krafa KÍ er sú að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun starfsmannanna sem voru í verkfalli síðustu fjórar vikur. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir útfærslu KÍ dapurlega. „Í stað þess að einbeita sér að því að ná samningum fyrir sitt fólk, þá er það ljóst í okkar huga að með þessari framgöngu er KÍ að sýna dýrmætum rétti launafólks til að leggja niður störf til að ná fram kröfum sínum, alvarlega lítilsvirðingu,“ segir Inga Rún. Það að óska eftir því að sveitarfélögin greiði laun verkfallsstarfsmanna brjóti gegn rétti kennara. Sambandið fundar um tillöguna í dag. „Við munum skoða þetta mál í dag áfram. Við eigum fund hjá Ríkissáttasemjara klukkan 12 og þar munu við halda áfram að ræða saman. Við munum líka skoða þetta mál í okkar hópi og svara því,“ segir Inga Rún. Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi birtust tvær tilkynningar á vef Kennarasambands Íslands. Sú fyrri fjallaði um boðun verkfalla í tíu leikskólum til viðbótar frá 10. desember. Verkfallsboðunin var samþykkt með nær öllum greiddum atkvæðum í leikskólunum tíu sem eru víðs vegar á landinu. Þeir eru: Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt í Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Leikskóli Snæfellsbæjar Sú seinni sneri að aflýsingu verkfalla í leikskólunum fjórum sem hófu verkfallsaðgerðir í lok október. Krafa KÍ er sú að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun starfsmannanna sem voru í verkfalli síðustu fjórar vikur. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir útfærslu KÍ dapurlega. „Í stað þess að einbeita sér að því að ná samningum fyrir sitt fólk, þá er það ljóst í okkar huga að með þessari framgöngu er KÍ að sýna dýrmætum rétti launafólks til að leggja niður störf til að ná fram kröfum sínum, alvarlega lítilsvirðingu,“ segir Inga Rún. Það að óska eftir því að sveitarfélögin greiði laun verkfallsstarfsmanna brjóti gegn rétti kennara. Sambandið fundar um tillöguna í dag. „Við munum skoða þetta mál í dag áfram. Við eigum fund hjá Ríkissáttasemjara klukkan 12 og þar munu við halda áfram að ræða saman. Við munum líka skoða þetta mál í okkar hópi og svara því,“ segir Inga Rún.
Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt í Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Leikskóli Snæfellsbæjar
Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira