Fótbolti

Jóhann lagði upp lang­þráð mark

Sindri Sverrisson skrifar
Eftir sigur gegn Svartfjallalandi og tap gegn Wales fór Jóhann Berg Guðmundsson til Sádi-Arabíu og spilaði þa rmeð liði sínu Al Orobah í dag.
Eftir sigur gegn Svartfjallalandi og tap gegn Wales fór Jóhann Berg Guðmundsson til Sádi-Arabíu og spilaði þa rmeð liði sínu Al Orobah í dag. Getty/Filip Filipovic

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var mættur í slaginn með Al Orobah í Sádi-Arabíu í dag eftir landsleikina tvo í Þjóðadeildinni.

Jóhann var að vanda í byrjunarliði Orobah og hann lagði upp fyrsta mark leiksins, þegar liðið komst yfir gegn Al Raed á elleftu mínútu.

Það dugði þó skammt því heimamenn í Al Raed jöfnuðu metin og komust svo yfir á 24. mínútu.

Lokamarkið kom svo á 58. mínútu og Al Raed vann 3-1 sigur.

Orobah er því áfram með tíu stig í 14. sæti af átján liðum, nú fjórum stigum á eftir Al Raed sem fór upp í 9. sæti.

Orobah hefur nú tapað fjórum leikjum í röð en markið sem Jóhann lagði upp var fyrsta mark liðsins síðan 20. október, í 3-2 sigri gegn Al Ettifaq.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×