Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Tómas Arnar Þorláksson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 23. nóvember 2024 17:03 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. „Það sem gerðist í dag var að við sammæltumst um ákveðinn grundvöll fyrir framhaldi viðræðnanna. Sem þýðir þá það að við getum aðeins skipt um fasa í því hvernig við vinnum þetta og í ljósi þess að við erum komin á einhverja sameiginlega vegferð sem við vonandi náum að leiða fram til gerðar kjarasamnings þá ákvað ég að biðja fólkið um að tjá sig ekki frekar við fjölmiðla,“ sagði Ástráður. Fyrr í dag, áður en fjölmiðlabanni var komið á, sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í samtali við fréttastofu að Kennarasambandið færi með rangfærslur í yfirlýsingu sem það birti í dag. Þar fullyrti sambandið að Inga hefði lagt sjálf til í síðustu viku að verkföllum yrði frestað gegn ákveðnum skilyrðum, ekki ósvipað því sem Kennarasambandið sjálft lagði til í gærkvöldi. Inga mótmælir þessu harðlega, hennar tillaga hafi verið allt annars eðlis, og áréttar að Kennarasambandið fari þar með rangfærslur. Yfirlýsingar og athugasemdir hafa gengið á víxl milli deiluaðila í dag, að hluta til á sama tíma og setið er á samningafundi. Inga, sem var í Karphúsinu þegar hún ræddi við fréttamann í síma fyrr í dag, sagði að allir einbeittu sér að því að ná saman. Ekki væri hægt að segja nokkuð til um gang viðræðna. Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Það sem gerðist í dag var að við sammæltumst um ákveðinn grundvöll fyrir framhaldi viðræðnanna. Sem þýðir þá það að við getum aðeins skipt um fasa í því hvernig við vinnum þetta og í ljósi þess að við erum komin á einhverja sameiginlega vegferð sem við vonandi náum að leiða fram til gerðar kjarasamnings þá ákvað ég að biðja fólkið um að tjá sig ekki frekar við fjölmiðla,“ sagði Ástráður. Fyrr í dag, áður en fjölmiðlabanni var komið á, sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í samtali við fréttastofu að Kennarasambandið færi með rangfærslur í yfirlýsingu sem það birti í dag. Þar fullyrti sambandið að Inga hefði lagt sjálf til í síðustu viku að verkföllum yrði frestað gegn ákveðnum skilyrðum, ekki ósvipað því sem Kennarasambandið sjálft lagði til í gærkvöldi. Inga mótmælir þessu harðlega, hennar tillaga hafi verið allt annars eðlis, og áréttar að Kennarasambandið fari þar með rangfærslur. Yfirlýsingar og athugasemdir hafa gengið á víxl milli deiluaðila í dag, að hluta til á sama tíma og setið er á samningafundi. Inga, sem var í Karphúsinu þegar hún ræddi við fréttamann í síma fyrr í dag, sagði að allir einbeittu sér að því að ná saman. Ekki væri hægt að segja nokkuð til um gang viðræðna.
Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira