Formúla 1

Rus­sell á rá­spól í fyrra­málið

Siggeir Ævarsson skrifar
George Russell, ökumaður Mercedes ræsir fyrstur í Las Vegas í fyrramálið
George Russell, ökumaður Mercedes ræsir fyrstur í Las Vegas í fyrramálið Vísir/Getty

George Russell, ökumaður Mercedes, var hlutskarpastur í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Las Vegas sem fram fer eldsnemma í fyrramálið að íslenskum tíma og verður því á ráspól.

Russell, sem er sjötti í keppni ökumanni, skaut öllum öðrum ökumönnum ref fyrir rass í tímatökunum, þar á meðal heimsmeistaranum Max Verstappen, sem ræsir fimmti í fyrramálið.

Úrslitin réðust ekki fyrr en í blálok tímatökunnar en boðið var upp á mikla dramtík þar sem Russell tryggði sér þriðja ráspól tímabilsins á sínum síðasta hring.

Verstappen leiðir keppni ökumanna með minni mun en oft áður en hann er með 393 stig í fyrsta sæti meðan að Lando Norris er í öðru sæti með 331 stig. Það eru þó aðeins þrjár keppnir eftir á árinu og Verstappen getur tryggt sér titilinn fjórða árið í röð á morgun ef úrslitin raðast rétt upp.

Norris verður í raun að vinna til að halda baráttunni á lífi en eins og sést á myndinni hér að ofan eru nokkrir aðrir möguleikar í stöðunni og verður spennandi að sjá hvernig keppnin þróast á morgun en hún verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 05:30 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×