ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 11:44 Eyjamenn hafa oft náð langt í bikarkeppninni og ekki er útilokað að þeir komist í 8-liða úrslitin þrátt fyrir tapið gegn Haukum. vísir/Anton Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn krefjast þess að verða dæmdur 10-0 sigur vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Það gerðu Haukar hins vegar með því að setja Andra Fannar Elísson á skýrslu í stað Helga Marinós Kristóferssonar þegar fresturinn var liðinn. Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að venju samkvæmt hafi fulltrúar liðanna mætt á tæknifund 70 mínútum fyrir leik. Þeir hafi svo staðfest leikskýrslur í „HB ritara“, tölvukerfinu sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandræði með prentun en eftirlitsmaður benti á reglurnar Leikurinn fór fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka, og vegna vandræða við að fá prentara til að virka tókst ekki að fá útprentaða skýrslu fyrr en eftir að frestur til að breyta skýrslu var liðinn. Þá tók starfsmaður Hauka eftir því að rangur maður var á leikskýrslu og breytti skýrslunni í HB ritara. Eftirlitsmaður segist þá hafa tekið fram að frestur til að breyta skýrslu væri runninn út og að gerð yrði athugasemd við þetta í skýrslu, og var starfsmaður ÍBV upplýstur um þetta. Haukar unnu stórstigur gegn ÍBV í bikarnum en breyting á leikskýrslu gæti orðið til þess að þeir falli úr keppni.vísir/Anton Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ „Algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti“ Jóhann Pétursson, lögmaður ÍBV, segir að þannig sé alveg á hreinu að Haukar hafi brotið reglurnar – reglur sem fylgt hafi verið fast eftir á tímabilinu. Þannig hafa leikmenn orðið að gera sér að góðu að sitja á áhorfendapöllunum vegna mistaka við útfyllingu leikskýrslu, og nefnir Jóhann að kvennalið ÍBV hafi tvívegis þurft að súpa seyðið af slíkum mistökum. Ekki geti annað fengið að gilda um Hauka að þessu sinni, burtséð frá þeirra eigin tölvuvandræðum. Beðið er eftir dómi í málinu en Jóhann segir Hauka hafa óskað eftir áliti HSÍ í málinu, sem Jóhann segir í raun algjöran óþarfa í ljósi þess að reglurnar séu skýrar. „Það er algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti, því hvernig getur HSÍ verið annarrar skoðunar en það sem fram kemur í þeirra eigin reglum og mótahandbók?“ segir Jóhann. Reglurnar skýrar og ættu að gilda um alla „Haukarnir hafa lagt áherslu á að tæknifundurinn hafi dregist en það stendur skýrt að sextíu mínútum fyrir leik sé ekki hægt að breyta leikskýrslu. Það mætti alveg hafa tímamörkin önnur, í stað þess að þau séu sextíu mínútur. Þau gætu þess vegna verið þrjátíu mínútur eða tíu mínútur, en reglurnar eru svona, þær eru skýrar og ættu að gilda um alla,“ segir Jóhann. Álit HSÍ ætti að berast í síðasta lagi í fyrramálið, segir Jóhann, og í kjölfarið hefur ÍBV sólarhrings frest til þess að setja fram sínar lokaathugasemdir áður en dómur gæti fallið. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu á miðvikudag, í 8-liða úrslit. Kári í bann eftir leikinn Bikarleikur Hauka og ÍBV hefur þegar dregið dilk á eftir sér en þá vegna þess sem á gekk innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson fékk tveggja leikja bann fyrir það sem aganefnd kallaði „illkvittið“ högg í andlit leikmanns Hauka. Fyrrnefndur Andri Fannar Elísson, sem ekki var upphaflega á leikskýrslu, fékk rautt spjald í leiknum fyrir vítakast í höfuð Pavels Miskevich, markmanns Hauka, sem brást illur við og fékk einnig rautt spjald fyrir. Hvorugur þeirra var þó úrskurðaður í bann. Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn krefjast þess að verða dæmdur 10-0 sigur vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Það gerðu Haukar hins vegar með því að setja Andra Fannar Elísson á skýrslu í stað Helga Marinós Kristóferssonar þegar fresturinn var liðinn. Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að venju samkvæmt hafi fulltrúar liðanna mætt á tæknifund 70 mínútum fyrir leik. Þeir hafi svo staðfest leikskýrslur í „HB ritara“, tölvukerfinu sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandræði með prentun en eftirlitsmaður benti á reglurnar Leikurinn fór fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka, og vegna vandræða við að fá prentara til að virka tókst ekki að fá útprentaða skýrslu fyrr en eftir að frestur til að breyta skýrslu var liðinn. Þá tók starfsmaður Hauka eftir því að rangur maður var á leikskýrslu og breytti skýrslunni í HB ritara. Eftirlitsmaður segist þá hafa tekið fram að frestur til að breyta skýrslu væri runninn út og að gerð yrði athugasemd við þetta í skýrslu, og var starfsmaður ÍBV upplýstur um þetta. Haukar unnu stórstigur gegn ÍBV í bikarnum en breyting á leikskýrslu gæti orðið til þess að þeir falli úr keppni.vísir/Anton Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ „Algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti“ Jóhann Pétursson, lögmaður ÍBV, segir að þannig sé alveg á hreinu að Haukar hafi brotið reglurnar – reglur sem fylgt hafi verið fast eftir á tímabilinu. Þannig hafa leikmenn orðið að gera sér að góðu að sitja á áhorfendapöllunum vegna mistaka við útfyllingu leikskýrslu, og nefnir Jóhann að kvennalið ÍBV hafi tvívegis þurft að súpa seyðið af slíkum mistökum. Ekki geti annað fengið að gilda um Hauka að þessu sinni, burtséð frá þeirra eigin tölvuvandræðum. Beðið er eftir dómi í málinu en Jóhann segir Hauka hafa óskað eftir áliti HSÍ í málinu, sem Jóhann segir í raun algjöran óþarfa í ljósi þess að reglurnar séu skýrar. „Það er algjör óþarfi að óska eftir þessu áliti, því hvernig getur HSÍ verið annarrar skoðunar en það sem fram kemur í þeirra eigin reglum og mótahandbók?“ segir Jóhann. Reglurnar skýrar og ættu að gilda um alla „Haukarnir hafa lagt áherslu á að tæknifundurinn hafi dregist en það stendur skýrt að sextíu mínútum fyrir leik sé ekki hægt að breyta leikskýrslu. Það mætti alveg hafa tímamörkin önnur, í stað þess að þau séu sextíu mínútur. Þau gætu þess vegna verið þrjátíu mínútur eða tíu mínútur, en reglurnar eru svona, þær eru skýrar og ættu að gilda um alla,“ segir Jóhann. Álit HSÍ ætti að berast í síðasta lagi í fyrramálið, segir Jóhann, og í kjölfarið hefur ÍBV sólarhrings frest til þess að setja fram sínar lokaathugasemdir áður en dómur gæti fallið. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu á miðvikudag, í 8-liða úrslit. Kári í bann eftir leikinn Bikarleikur Hauka og ÍBV hefur þegar dregið dilk á eftir sér en þá vegna þess sem á gekk innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson fékk tveggja leikja bann fyrir það sem aganefnd kallaði „illkvittið“ högg í andlit leikmanns Hauka. Fyrrnefndur Andri Fannar Elísson, sem ekki var upphaflega á leikskýrslu, fékk rautt spjald í leiknum fyrir vítakast í höfuð Pavels Miskevich, markmanns Hauka, sem brást illur við og fékk einnig rautt spjald fyrir. Hvorugur þeirra var þó úrskurðaður í bann.
Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira