Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 24. nóvember 2024 12:15 Ég fór á tónleika fyrr í sumar með lagasmiðnum Nick Cave og Colin Greenwodd, bassaleikara Radiohead. Tveir frábærir listamenn komnir hingað upp á skerið til að skemmta landanum.Það var fullt hús og mikil eftirvænting í loftinu þegar tónleikarnir hófust. En nánast um leið og þeir hófust fóru símarnir á loft. Og þannig var það út alla tónleikana. Það leið ekki það lag að ekki væri fjöldi fólks í símanum í kringum mig. var að taka myndbönd, taka ,,snöpp“ ,,pósta á Insta“ og allt hvaðeina. Það virtust að minnsta kosti ekki vera margir sem voru þarna bar til þess að hlusta. Hvað var þett fólk að gera þarna, hugsaði ég. Í lok sumars var ég svo á knattspyrnuleik og fyrir framan mig voru nokkrir ungir drengir, sennilega í 9.eða 10.bekk, allir í símanum, Tiktok, Insta, Snapchat og fleiru slíku. Fyrir aftan mig var svo hópur ungra stúlkna á svipuðum aldri, allar í símanum. Báðir þessi hópar með tilheyrandi ,,hljóðsetningu“ í samræmi við virkni þeirra í ,,snjöllu símunum.“ Í raun hefði leikvangurinn getað verið skíðlogandi og ekkert þessara ungmenna tekið eftir því, svo upptekin voru þau. Í umferðinni er sífellt algengara að sjá fólk keyra með símann í höndunum, með tilheyrandi hættu. Já, meira að segja rígfullorðið fólk (við fullorðnu erum í raun ekkert skárri en ungviðið). Keyrandi um á nýjustu tegundum bíla sem allir eru með ,,blátannartækni“ (bluetooth) til að tengja snjalla símann við bifreiðina. Til að geta talað ,,handfrjálst.“ Erum við öll orðin þrælar samfélagsmiðlanna? Erum við viljalaus verkfæri stórfyrirtækja sem ,,ræna“ af okkur tíma sem (yfirleitt) þegar upp er staðið er varið til einskis? Eða á þetta bara að vera svona? Eða er tæknin bara ,,æði“ sem veitir okkur lífsgæði? Erum við að drukkna í froðunni sem okkur er boðið upp á með algríminu? Sífellt fleiri kattamyndbönd? Fésbókin mætir Fyrr á þessu ári voru 20 ár liðin frá því að Mark nokkur Zuckerberg, kynnti til sögunnar fyrirbæri sem hann kallaði ,,TheFacebook“. Má segja að þá hafi byrjað bylting sem við köllum ,,samfélagsmiðlabyltinguna.“ Það er alveg ljóst að samfélagsmiðlar hafa gerbreytt lífi okkar, hvernig við umgöngumst upplýsingar og vinnum úr þeim. Það gerist í heilanum á okkur, sem eru jú eitt af líffærum líkamans, við vitum ýmislegt um það ferli, hvað gerist, en ekki alveg til fulls. Mikill notendafjöldi Í dag er til mikill fjöldi samfélagsmiðla, bæði hér á Vesturlöndum, sem og í öðrum heimshlutum, t.d í löndum eins og Rússlandi og Kína. Fésbók Zuckerbergs er sá stærsti, með um 3 milljarða skráða notendur, en þar á eftir kemur Youtube, með um 2,7 milljarða notenda. WhatsApp og Instagram eru með um 2,5 milljarða notendur í hverjum mánuði. Sumir samfélagsmiðlar eru dulkóðaðir og mjög vinsælir meðal einstaklinga í undirheimum. Mannkynið ver ógurlegum tíma á þessum miðlum. Má segja að hér sé um að ræða öflugustu tímaþjófa sem fundnir hafa verið upp. Nánast allir samfélagsmiðlar eru keyrðir áfram af því sem kallast ,,algóryþmar“ en það eru græjur sem í sem stystu máli mata okkur sífellt meira á því sem viðkomandi miðill heldur að okkur líki, vegna þess að við höfum t.d. gefið skilaboð um að með hlutum eins og ,,læk-hnappi“ eða álíka. Ef mér líkar við áðurnefnd kattamyndbönd, fæ ég fleiri kattarmyndbönd. Samfélagsmiðlar virkja sömu heilastöðvar og eiturlyf og skapa því þess vegna fíkn. Rannsóknir hafa sýnt að meðal einstaklingur snertir símann sinn jafnvel fleiri þúsund sinnum á dag og að unglingar geti auðveldlega eytt fleiri klukkustundum á dag í símanum. Þeir fullorðnu eru þarna líka. Rýmum í samfélaginu sem eru símalaus fækkar stöðugt, ,,símamengun“ eykst stöðugt. Allt á líka að vera hraðara og gerast helst í gær. Nýjar þrælakistur? Í nýlegri skýrslu og samantekt frá Lýðheilsuyfivöldum í Svíþjóð segir orðrétt: ,,Margir samfélagsmiðlar eru hannaðir þannig að þeir geta verið skaðlegir ungu fólki.“ Skýrslan bendir á að þeir gera óæskilegt efni aðgengilegt fyri börn, auka líkur á minni líkamlegri virkni barna og að síaukin notkun geti raskað svefni verulega. Skýrslan bendir á að fyrirtækin sem hanni miðlana beri mikla ábyrgð á þessu. Þá er það spurningin; er margt fólk fast í því sem kalla mætti ,,þrælakistur samtímans“? Allt snýst þetta meira og minna um það sem kallað er ,,innihald“ eða ,,content“ á ensku. Það varð uppi fótur og fit þegar stofnandi samfélagsmiðilsins Telegram var handtekinn í Frakklandi um daginn, Rússinn Pavel Durov. Hann var sakaður um aðild að dreifingu fíkniefna. Telegram er með um 900 milljónir notenda, um 1/8 jarðarbúa. Telegram er svokallaður dulkóðaður samfélagsmiðill, sem þýðir að erfitt er að sjá innihaldið sem notendur eru að deila. Í umfjöllun um málið kom fram að á Telegram er daglega eytt milljónum færslna, sem innihalda t.d. ofbeldi, atriði tengd vopnum, öfgum, hatri, kynlífi og eiturlyfjum. Allir sem þekkja til samfélagsmiðla vita að það er mjög auðvelt að verða sér úti um eiturlyf á samfélagsmiðlum, ,,auðveldara en að panta pizzu,“ segja sumir. Aðrir miðlar eru í sömu sporum, þurfa að eyða daglega allskyns innihaldi sem talið er óæskilegt og skaðlegt. En yfirleitt er skaðinn skeður, innihaldið er oftar en ekki búið að fara út og til neytenda/notenda. Og verður því áfram á netinu. Í stjórnmálum og almennri samfélagsumræðu eru samfélagsmiðlar notaðir til þess að dreifa, ósannindum, sturluðum samsæriskenningum, hálf-sannleika, uppspuna og óhróðri. Enginn veit nánast hverju á að trúa lengur. Þetta er meðal annars talið ýta undir þá skautun (,,polarization“) sem á sér stað um þessar mundir. Þá rýrir þetta traust á alvöru fjölmiðlum. Gervigreind spilar svo inn í þetta, en talið er að eftir nokkur ár verði um 80% eða meira af efni netsins ,,skrifað“ af gervigreind. Hverskonar græjur eru þetta eiginlega og til hvers eru þær, er þá kannski eðlileg spurning í framhaldinu. Er rétt að kalla þessa miðla samfélagsmiðla? Væri réttara að kalla þá and-félagsmiðla (anti-social-media)? Von er að spurt sé. Tvær hliðar En til að gæta sanngirni vil ég tak skýrt fram að það eru tvær hliðar á þessu. Það ER frábært að geta hringt í vini og vandamenn í mynd á fjarlægum slóðum, með littlu snjallforiti, því verður ekki neitað. Og það er hægt að nota þessa miðla með jákvæðum hætti, til upplýsinga og annað slíkt. Þeir eru að mörgu leyti eins og tvíeggjað sverð. En það eru neikvæð áhrif fyrir ákveðinn hóp notenda sem valda áhyggjum og andleg líðan ungmenna hefur versnað. Það sýna rannsóknir og vísbendingar eru um að þetta tengist meðal annars notkun samfélagsmiðla. Fyrir skömmu var fjallað um það í fréttum í Hollandi að tveir skólar í borginni Nijmegen höfðu lokað fyrir notkun samfélagsmiðla. Gerð var könnun og kom í ljós að samskipti milli nemenda hefðu stórbatnað, athygli og einbeiting þeirr aukist og neteinelti nánast horfið. Hér á landi er nú vaxandi það viðhorf að takmarka beri símanotkun í skólarýmum. Sí(felld) gleði? Stóru spurningarnar eru kannski; hafa samfélagsmiðlar gert líf okkar betra? Hafa öll þessi G (e. ,,generation“), nú 5G, fært okkur meiri lífsfyllingu? Hefur snjalltæknin gert okkur snjallari, eða bara aukið okkur leti? Hefur gervigreindin aukið greind okkar eða mun hún gera okkur heimskari? Þurfum við að muna eitthvað í framtíðinni? Verðum við enn glaðari þegar 6G, næsta kynslóð internetsins, kemur? Enn meiri hraði, enn meira gagna og upplýsingaflæði, er það málið og það sem við þurfum? Um 99.9% af Íslandi er neð netsamband, sem er eitt hæsta hlutfall í heiminum. Einu sinni sagði Karl nokkur Marx að ,,trúarbrögðin væru ópíum fólksins“ og vildi með því segja að trúarbrögðin sljóvguðu kúgaða verkamenn léti þá sætta sig við kúgunina, réttlætti hana. Kannski má snúa þessu upp á netið og segja; ,,internetið er ópíum fólksins“? Ægivald samfélagsmiðlanna og þeirra stórfyrirtækja sem þá reka, yfir almenningi, er gríðarlegt og ekkert útlit fyrir að það muni minnka. Höfundur er stjórnmálafræðingur og kennir m.a. fjölmiðlafræði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Samfélagsmiðlar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór á tónleika fyrr í sumar með lagasmiðnum Nick Cave og Colin Greenwodd, bassaleikara Radiohead. Tveir frábærir listamenn komnir hingað upp á skerið til að skemmta landanum.Það var fullt hús og mikil eftirvænting í loftinu þegar tónleikarnir hófust. En nánast um leið og þeir hófust fóru símarnir á loft. Og þannig var það út alla tónleikana. Það leið ekki það lag að ekki væri fjöldi fólks í símanum í kringum mig. var að taka myndbönd, taka ,,snöpp“ ,,pósta á Insta“ og allt hvaðeina. Það virtust að minnsta kosti ekki vera margir sem voru þarna bar til þess að hlusta. Hvað var þett fólk að gera þarna, hugsaði ég. Í lok sumars var ég svo á knattspyrnuleik og fyrir framan mig voru nokkrir ungir drengir, sennilega í 9.eða 10.bekk, allir í símanum, Tiktok, Insta, Snapchat og fleiru slíku. Fyrir aftan mig var svo hópur ungra stúlkna á svipuðum aldri, allar í símanum. Báðir þessi hópar með tilheyrandi ,,hljóðsetningu“ í samræmi við virkni þeirra í ,,snjöllu símunum.“ Í raun hefði leikvangurinn getað verið skíðlogandi og ekkert þessara ungmenna tekið eftir því, svo upptekin voru þau. Í umferðinni er sífellt algengara að sjá fólk keyra með símann í höndunum, með tilheyrandi hættu. Já, meira að segja rígfullorðið fólk (við fullorðnu erum í raun ekkert skárri en ungviðið). Keyrandi um á nýjustu tegundum bíla sem allir eru með ,,blátannartækni“ (bluetooth) til að tengja snjalla símann við bifreiðina. Til að geta talað ,,handfrjálst.“ Erum við öll orðin þrælar samfélagsmiðlanna? Erum við viljalaus verkfæri stórfyrirtækja sem ,,ræna“ af okkur tíma sem (yfirleitt) þegar upp er staðið er varið til einskis? Eða á þetta bara að vera svona? Eða er tæknin bara ,,æði“ sem veitir okkur lífsgæði? Erum við að drukkna í froðunni sem okkur er boðið upp á með algríminu? Sífellt fleiri kattamyndbönd? Fésbókin mætir Fyrr á þessu ári voru 20 ár liðin frá því að Mark nokkur Zuckerberg, kynnti til sögunnar fyrirbæri sem hann kallaði ,,TheFacebook“. Má segja að þá hafi byrjað bylting sem við köllum ,,samfélagsmiðlabyltinguna.“ Það er alveg ljóst að samfélagsmiðlar hafa gerbreytt lífi okkar, hvernig við umgöngumst upplýsingar og vinnum úr þeim. Það gerist í heilanum á okkur, sem eru jú eitt af líffærum líkamans, við vitum ýmislegt um það ferli, hvað gerist, en ekki alveg til fulls. Mikill notendafjöldi Í dag er til mikill fjöldi samfélagsmiðla, bæði hér á Vesturlöndum, sem og í öðrum heimshlutum, t.d í löndum eins og Rússlandi og Kína. Fésbók Zuckerbergs er sá stærsti, með um 3 milljarða skráða notendur, en þar á eftir kemur Youtube, með um 2,7 milljarða notenda. WhatsApp og Instagram eru með um 2,5 milljarða notendur í hverjum mánuði. Sumir samfélagsmiðlar eru dulkóðaðir og mjög vinsælir meðal einstaklinga í undirheimum. Mannkynið ver ógurlegum tíma á þessum miðlum. Má segja að hér sé um að ræða öflugustu tímaþjófa sem fundnir hafa verið upp. Nánast allir samfélagsmiðlar eru keyrðir áfram af því sem kallast ,,algóryþmar“ en það eru græjur sem í sem stystu máli mata okkur sífellt meira á því sem viðkomandi miðill heldur að okkur líki, vegna þess að við höfum t.d. gefið skilaboð um að með hlutum eins og ,,læk-hnappi“ eða álíka. Ef mér líkar við áðurnefnd kattamyndbönd, fæ ég fleiri kattarmyndbönd. Samfélagsmiðlar virkja sömu heilastöðvar og eiturlyf og skapa því þess vegna fíkn. Rannsóknir hafa sýnt að meðal einstaklingur snertir símann sinn jafnvel fleiri þúsund sinnum á dag og að unglingar geti auðveldlega eytt fleiri klukkustundum á dag í símanum. Þeir fullorðnu eru þarna líka. Rýmum í samfélaginu sem eru símalaus fækkar stöðugt, ,,símamengun“ eykst stöðugt. Allt á líka að vera hraðara og gerast helst í gær. Nýjar þrælakistur? Í nýlegri skýrslu og samantekt frá Lýðheilsuyfivöldum í Svíþjóð segir orðrétt: ,,Margir samfélagsmiðlar eru hannaðir þannig að þeir geta verið skaðlegir ungu fólki.“ Skýrslan bendir á að þeir gera óæskilegt efni aðgengilegt fyri börn, auka líkur á minni líkamlegri virkni barna og að síaukin notkun geti raskað svefni verulega. Skýrslan bendir á að fyrirtækin sem hanni miðlana beri mikla ábyrgð á þessu. Þá er það spurningin; er margt fólk fast í því sem kalla mætti ,,þrælakistur samtímans“? Allt snýst þetta meira og minna um það sem kallað er ,,innihald“ eða ,,content“ á ensku. Það varð uppi fótur og fit þegar stofnandi samfélagsmiðilsins Telegram var handtekinn í Frakklandi um daginn, Rússinn Pavel Durov. Hann var sakaður um aðild að dreifingu fíkniefna. Telegram er með um 900 milljónir notenda, um 1/8 jarðarbúa. Telegram er svokallaður dulkóðaður samfélagsmiðill, sem þýðir að erfitt er að sjá innihaldið sem notendur eru að deila. Í umfjöllun um málið kom fram að á Telegram er daglega eytt milljónum færslna, sem innihalda t.d. ofbeldi, atriði tengd vopnum, öfgum, hatri, kynlífi og eiturlyfjum. Allir sem þekkja til samfélagsmiðla vita að það er mjög auðvelt að verða sér úti um eiturlyf á samfélagsmiðlum, ,,auðveldara en að panta pizzu,“ segja sumir. Aðrir miðlar eru í sömu sporum, þurfa að eyða daglega allskyns innihaldi sem talið er óæskilegt og skaðlegt. En yfirleitt er skaðinn skeður, innihaldið er oftar en ekki búið að fara út og til neytenda/notenda. Og verður því áfram á netinu. Í stjórnmálum og almennri samfélagsumræðu eru samfélagsmiðlar notaðir til þess að dreifa, ósannindum, sturluðum samsæriskenningum, hálf-sannleika, uppspuna og óhróðri. Enginn veit nánast hverju á að trúa lengur. Þetta er meðal annars talið ýta undir þá skautun (,,polarization“) sem á sér stað um þessar mundir. Þá rýrir þetta traust á alvöru fjölmiðlum. Gervigreind spilar svo inn í þetta, en talið er að eftir nokkur ár verði um 80% eða meira af efni netsins ,,skrifað“ af gervigreind. Hverskonar græjur eru þetta eiginlega og til hvers eru þær, er þá kannski eðlileg spurning í framhaldinu. Er rétt að kalla þessa miðla samfélagsmiðla? Væri réttara að kalla þá and-félagsmiðla (anti-social-media)? Von er að spurt sé. Tvær hliðar En til að gæta sanngirni vil ég tak skýrt fram að það eru tvær hliðar á þessu. Það ER frábært að geta hringt í vini og vandamenn í mynd á fjarlægum slóðum, með littlu snjallforiti, því verður ekki neitað. Og það er hægt að nota þessa miðla með jákvæðum hætti, til upplýsinga og annað slíkt. Þeir eru að mörgu leyti eins og tvíeggjað sverð. En það eru neikvæð áhrif fyrir ákveðinn hóp notenda sem valda áhyggjum og andleg líðan ungmenna hefur versnað. Það sýna rannsóknir og vísbendingar eru um að þetta tengist meðal annars notkun samfélagsmiðla. Fyrir skömmu var fjallað um það í fréttum í Hollandi að tveir skólar í borginni Nijmegen höfðu lokað fyrir notkun samfélagsmiðla. Gerð var könnun og kom í ljós að samskipti milli nemenda hefðu stórbatnað, athygli og einbeiting þeirr aukist og neteinelti nánast horfið. Hér á landi er nú vaxandi það viðhorf að takmarka beri símanotkun í skólarýmum. Sí(felld) gleði? Stóru spurningarnar eru kannski; hafa samfélagsmiðlar gert líf okkar betra? Hafa öll þessi G (e. ,,generation“), nú 5G, fært okkur meiri lífsfyllingu? Hefur snjalltæknin gert okkur snjallari, eða bara aukið okkur leti? Hefur gervigreindin aukið greind okkar eða mun hún gera okkur heimskari? Þurfum við að muna eitthvað í framtíðinni? Verðum við enn glaðari þegar 6G, næsta kynslóð internetsins, kemur? Enn meiri hraði, enn meira gagna og upplýsingaflæði, er það málið og það sem við þurfum? Um 99.9% af Íslandi er neð netsamband, sem er eitt hæsta hlutfall í heiminum. Einu sinni sagði Karl nokkur Marx að ,,trúarbrögðin væru ópíum fólksins“ og vildi með því segja að trúarbrögðin sljóvguðu kúgaða verkamenn léti þá sætta sig við kúgunina, réttlætti hana. Kannski má snúa þessu upp á netið og segja; ,,internetið er ópíum fólksins“? Ægivald samfélagsmiðlanna og þeirra stórfyrirtækja sem þá reka, yfir almenningi, er gríðarlegt og ekkert útlit fyrir að það muni minnka. Höfundur er stjórnmálafræðingur og kennir m.a. fjölmiðlafræði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar