Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 25. nóvember 2024 07:17 Nú styttist í aðventuna, undirbúningstíma jólanna. Ég er líkast til ekki að koma neinum stórkostlega á óvart þegar ég segi að ég hlakka mikið til jólanna. Ég er jólabarn. Hefðirnar, maturinn, samveran. Jólin fyrir mér, er þegar ég geng inn í kirkjuna um fimm leitið á aðfangadag að undirbúa mig fyrir aftansönginn. Jólin fyrir mér eru biðin eftir síðust nótunni í forspili orgelleikarans svo að ég geti óskað söfnuðinum gleðilegra jóla. Þá eru jólin komin. Ég lærði nýverið að ár eftir ár, er vinsælasti dagskrárliður útvarpsins þögnin. Ekki hvaða þögn sem er, heldur okkar þögn. Þögnin á undan kirkjuklukkunum sem hringja inn jólin vítt og breitt um landið, og um allan heim kl. 18:00 á aðfangadagskvöld. Á tímum þar sem okkur er sífellt stíað í sundur, við flokkuð í hópa eftir pólitískum skoðunum, áhugamálum, aldri, kyni, kynhneigð eða búsetu þykir mér fallegt að hugsa til þess að einu sinni á ári leggja hundruð þúsunda Íslendinga, nýir og gamlir, hér heima og erlendis, jólastressið til hliðar í eitt andartak, hækka í þögninni og bíða eftir jólunum. Gleðileg jól. Klukkan er sex á aðfangadagskvöld, ég lít yfir söfnuðinn minn. Fólk er í sína fínasta pússi, jólastressið er runnið af fólkinu, forspilinu er lokið. Gleðileg jól. Hvernig eru þín jól? Ég held jól til þess að fagna komu frelsarans í heiminn. Vissulega er ólíklegt að Jesús hafi fæðst á þessum árstíma, en í óvissunni hefur hinn kristni heimur sameinast um að fagna fæðingunni þegar sólin fer að hækka á lofti. Margar ástæður eru fyrir því að þessi tími var valinn en hann er einmitt svo viðeigandi því Jesúbarnið færir heiminum ljós og birtu og sýnir okkur hve mikið Guð elskar manneskjuna. Hvers vegna heldur þú jól? Við höldum ekki öll jól vegna þess að við erum kristin, þó meirihluti þjóðarinnar geri það af þeirri ástæðu. Sum okkar halda jól til þess að fagna birtunni og enn önnur taka þátt í hefðinni vegna þess að hún er falleg og góð. Það er mikilvægt að við virðum þessar ólíku ástæður fyrir jólahaldi, en á sama tíma megum við ekki verða feimin við kristna arfleifð þjóðarinnar. Í kristnitökunni var það meðvituð ákvörðun að leyfa blót á laun. Þannig er umburðarlyndi fyrir öðrum trúarbrögðum, og jafnvel trúfrelsi, rist í sjálfar rætur kristninnar hér á landi. Engu að síður erum við, og höfum verið alla tíð síðan, kristin þjóð. Lang stærsti hluti þeirra sem hér búa tilheyra kristnum söfnuðum og sækja gildi sín til kristninnar. Fyrir nokkrum árum fór fram mikil umræða hér á landi um heimsóknir skólabarna í kirkju fyrir jólin. Kjarni þeirrar umræðu var sá að þar sem ekki öll börnin eru kristin þá væri óboðlegt að fara í kirkju og skilja hluta barnanna eftir í skólanum á meðan meirihlutinn fór með. Þá komu einnig fram áhyggjur af því að prestar safnaða Þjóðkirkjunnar boðuðu börnum trú á skólatíma. Niðurstaða þessara umræðna, sem ég tel að hafi verið góðar og heilbrigðar í samfélagi sem var að breytast, varð sú að Reykjavíkurborg og nokkur bæjar- og sveitafélög komu sér saman um samskiptareglur á milli leik- og grunnskóla og trúfélaga. Hvergi í þeim reglum er skólum bannað að heimsækja kirkjur, og allra síst á hátíðum, svo lengi sem þar fer fram fræðsla en ekki boðun og að heimsóknir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur. Þá hefur Félags- og barnamálaráðuneytið útbúið samskiptareglur skóla og trúfélaga. Þær má finna á vef ráðuneytisins. Þessar reglur eru harla góðar og því hafa söfnuðir Þjóðkirkjunnar sem taka á móti skólabörnum á aðventunni lagt sig fram um að vera í góðu samstarfi við skólastjórnendur sem yfirleitt ráða dagskránni. Mig langar því að hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að koma í kirkjuna í hverfinu/bænum/sveitinni ykkar á aðventunni þar sem það er í boði. Þá vil ég ekki síður hvetja skólastjórnendur til þess að vera opna fyrir því að heimsækja önnur trúfélög á þeirra hátíðum þar sem það er í boði. Börnin okkar hljóta að verða ríkari af því að kynnast ólíkum trúarbrögðum því þegar upp er staðið eru það foreldrarnir eða nánustu aðstandendur sem eru mikilvægustu áhrifavaldarnir í lífi barna. Ekki trúarleiðtogi í söfnuði. Ég held að skólar ættu einnig að skoða að bjóða sem allra flestum börnum að koma með í slíkar heimsóknir, ekki aðeins þeim er tilheyra viðkomandi trúarbrögðum. Í því felst möguleiki á að auka þekkingu og um leið umburðarlyndi fyrir ólíkum trúarbrögðum og uppruna fólks. Nú á aðventunni bjóða fjölmargir söfnuðir Þjóðkirkjunnar upp á aðventustundir fyrir skólabörn í samráði við skólastjórnendur og gjarnan er hlutverk prestsins, djáknans eða æskulýðsfulltrúans aðeins að stýra samkomunni og segja fallega jólasögu. Þá er oftar en ekki organisti með sem heldur utan um tónlistina. Í þeim söfnuðum þar sem ekki eru haldnar sérstakar stundir fyrir skólabörn er oft boðið upp á aðventustund fjölskyldunnar í kirkjunni og er hún þá alveg óháð skólunum. Á þessum undirbúningstíma jólanna er einstakt að geta komið inn í kirkju, sungið jólalög, heyrt jólasögur, kveikt á kertum og fundið fyrir helgi og frið í hjarta auk þess sem stundum er boðið upp á góðgæti. Mögulega koma börnin heim úr þessum heimsóknum með virðingu fyrir helgi þeirra sjálfra og annarra. Um leið og ég óska þér kyrrðar og friðar á þessari aðventu vil ég hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að þiggja boð safnaðanna um að koma í heimsókn í kirkjuna sína um jólin. Höfundur er biskup Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Trúmál Jól Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í aðventuna, undirbúningstíma jólanna. Ég er líkast til ekki að koma neinum stórkostlega á óvart þegar ég segi að ég hlakka mikið til jólanna. Ég er jólabarn. Hefðirnar, maturinn, samveran. Jólin fyrir mér, er þegar ég geng inn í kirkjuna um fimm leitið á aðfangadag að undirbúa mig fyrir aftansönginn. Jólin fyrir mér eru biðin eftir síðust nótunni í forspili orgelleikarans svo að ég geti óskað söfnuðinum gleðilegra jóla. Þá eru jólin komin. Ég lærði nýverið að ár eftir ár, er vinsælasti dagskrárliður útvarpsins þögnin. Ekki hvaða þögn sem er, heldur okkar þögn. Þögnin á undan kirkjuklukkunum sem hringja inn jólin vítt og breitt um landið, og um allan heim kl. 18:00 á aðfangadagskvöld. Á tímum þar sem okkur er sífellt stíað í sundur, við flokkuð í hópa eftir pólitískum skoðunum, áhugamálum, aldri, kyni, kynhneigð eða búsetu þykir mér fallegt að hugsa til þess að einu sinni á ári leggja hundruð þúsunda Íslendinga, nýir og gamlir, hér heima og erlendis, jólastressið til hliðar í eitt andartak, hækka í þögninni og bíða eftir jólunum. Gleðileg jól. Klukkan er sex á aðfangadagskvöld, ég lít yfir söfnuðinn minn. Fólk er í sína fínasta pússi, jólastressið er runnið af fólkinu, forspilinu er lokið. Gleðileg jól. Hvernig eru þín jól? Ég held jól til þess að fagna komu frelsarans í heiminn. Vissulega er ólíklegt að Jesús hafi fæðst á þessum árstíma, en í óvissunni hefur hinn kristni heimur sameinast um að fagna fæðingunni þegar sólin fer að hækka á lofti. Margar ástæður eru fyrir því að þessi tími var valinn en hann er einmitt svo viðeigandi því Jesúbarnið færir heiminum ljós og birtu og sýnir okkur hve mikið Guð elskar manneskjuna. Hvers vegna heldur þú jól? Við höldum ekki öll jól vegna þess að við erum kristin, þó meirihluti þjóðarinnar geri það af þeirri ástæðu. Sum okkar halda jól til þess að fagna birtunni og enn önnur taka þátt í hefðinni vegna þess að hún er falleg og góð. Það er mikilvægt að við virðum þessar ólíku ástæður fyrir jólahaldi, en á sama tíma megum við ekki verða feimin við kristna arfleifð þjóðarinnar. Í kristnitökunni var það meðvituð ákvörðun að leyfa blót á laun. Þannig er umburðarlyndi fyrir öðrum trúarbrögðum, og jafnvel trúfrelsi, rist í sjálfar rætur kristninnar hér á landi. Engu að síður erum við, og höfum verið alla tíð síðan, kristin þjóð. Lang stærsti hluti þeirra sem hér búa tilheyra kristnum söfnuðum og sækja gildi sín til kristninnar. Fyrir nokkrum árum fór fram mikil umræða hér á landi um heimsóknir skólabarna í kirkju fyrir jólin. Kjarni þeirrar umræðu var sá að þar sem ekki öll börnin eru kristin þá væri óboðlegt að fara í kirkju og skilja hluta barnanna eftir í skólanum á meðan meirihlutinn fór með. Þá komu einnig fram áhyggjur af því að prestar safnaða Þjóðkirkjunnar boðuðu börnum trú á skólatíma. Niðurstaða þessara umræðna, sem ég tel að hafi verið góðar og heilbrigðar í samfélagi sem var að breytast, varð sú að Reykjavíkurborg og nokkur bæjar- og sveitafélög komu sér saman um samskiptareglur á milli leik- og grunnskóla og trúfélaga. Hvergi í þeim reglum er skólum bannað að heimsækja kirkjur, og allra síst á hátíðum, svo lengi sem þar fer fram fræðsla en ekki boðun og að heimsóknir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur. Þá hefur Félags- og barnamálaráðuneytið útbúið samskiptareglur skóla og trúfélaga. Þær má finna á vef ráðuneytisins. Þessar reglur eru harla góðar og því hafa söfnuðir Þjóðkirkjunnar sem taka á móti skólabörnum á aðventunni lagt sig fram um að vera í góðu samstarfi við skólastjórnendur sem yfirleitt ráða dagskránni. Mig langar því að hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að koma í kirkjuna í hverfinu/bænum/sveitinni ykkar á aðventunni þar sem það er í boði. Þá vil ég ekki síður hvetja skólastjórnendur til þess að vera opna fyrir því að heimsækja önnur trúfélög á þeirra hátíðum þar sem það er í boði. Börnin okkar hljóta að verða ríkari af því að kynnast ólíkum trúarbrögðum því þegar upp er staðið eru það foreldrarnir eða nánustu aðstandendur sem eru mikilvægustu áhrifavaldarnir í lífi barna. Ekki trúarleiðtogi í söfnuði. Ég held að skólar ættu einnig að skoða að bjóða sem allra flestum börnum að koma með í slíkar heimsóknir, ekki aðeins þeim er tilheyra viðkomandi trúarbrögðum. Í því felst möguleiki á að auka þekkingu og um leið umburðarlyndi fyrir ólíkum trúarbrögðum og uppruna fólks. Nú á aðventunni bjóða fjölmargir söfnuðir Þjóðkirkjunnar upp á aðventustundir fyrir skólabörn í samráði við skólastjórnendur og gjarnan er hlutverk prestsins, djáknans eða æskulýðsfulltrúans aðeins að stýra samkomunni og segja fallega jólasögu. Þá er oftar en ekki organisti með sem heldur utan um tónlistina. Í þeim söfnuðum þar sem ekki eru haldnar sérstakar stundir fyrir skólabörn er oft boðið upp á aðventustund fjölskyldunnar í kirkjunni og er hún þá alveg óháð skólunum. Á þessum undirbúningstíma jólanna er einstakt að geta komið inn í kirkju, sungið jólalög, heyrt jólasögur, kveikt á kertum og fundið fyrir helgi og frið í hjarta auk þess sem stundum er boðið upp á góðgæti. Mögulega koma börnin heim úr þessum heimsóknum með virðingu fyrir helgi þeirra sjálfra og annarra. Um leið og ég óska þér kyrrðar og friðar á þessari aðventu vil ég hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að þiggja boð safnaðanna um að koma í heimsókn í kirkjuna sína um jólin. Höfundur er biskup Íslands
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar