Innlent

Fyrstu lotu læknaverkfalls af­lýst

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson er ríkissáttasemjari. Vísir

Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi íslands.

Fram kemur að viðræður við ríkið hafi þokast langt í samkomulagsátt. Það sé því mat stjórnar og samninganefndar Læknafélagsins að í þessari stöðu sé hið rétta að aflýsa fyrstu lotu verkfallsins.

Til stóð að læknar ríkisins færu í verkföll frá miðnætti til hádegis næstu fjóra daga.

Stjórn og samninganefnd Læknafélagins telja að með því að aflýsa fyrstu lotunni aukist líkur á því að ná samkomulagi fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×