„Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar hér sigurmarki sínu í gær, marki sem færði Liverpool átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Getty/Michael Steele Mohamed Salah er að renna út á samningi í sumar en frábær frammistaða hans inn á vellinum er án efa ein aðalástæðan fyrir því að Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira