Erlent

Boeing þota hrapaði í garð í­búðar­húss

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þotan hrapaði í garði íbúðarhúss í grennd við flugvöllinn en engan sakaði þar inni.
Þotan hrapaði í garði íbúðarhúss í grennd við flugvöllinn en engan sakaði þar inni. AP Photo/Mindaugas Kulbis

Að minnsta kosti einn er látinn og þrír slasaðir eftir að vöruflutningavél hrapaði í grennd við flugvöllinn í Vilníus í Litháen í morgun.

Vélin, sem er í eigu spænska lugfélagsins Swiftair en var að fljúga fyrir DHL flutningarisann, var af gerðinni Boeing 737. Hún hrapaði þar sem hún var að koma inn til lendingar og endaði inni í garði tveggja hæða íbúðarhúss og kviknaði í húsinu við atvikið.

Tólf íbúar voru í húsinu þegar vélin steyptist inn í garðinn, en enginn þeirra slasaðist þó. Þá hafa allir fundist sem voru um borð í vélinni en hún var að koma frá Leipzig í Þýskalandi. Einhverjar tafir urðu á flugvellinum vegna þessa í morgun, en starfsemi þar er nú komin í samt lag á ný.

Ástæða slyssins er óljós og hafa yfirvöld í Litháen þegar hafið rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×