Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Innflytjendur og aðgerðasinnar mótmæla fyrirætlunum Trump í New York. Getty/Stephanie Keith Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira