Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 12:02 Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun