Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Ég sá Áslaugu Örnu fyrst þegar hún kom með systur sína, Nínu, að borða á veitingastaðnum mínum Happ. Sennilega kom hún þangað þar sem aðgengi fyrir hjólastóla var gott og vonandi hefur henni líka þótt maturinn góður. Það var líka starfsmaður hjá mér í Happ á þessum tíma sem vann í aukavinnu sem aðstoðarstúlka Nínu. Hún sagði mér frá því að henni þætti gefandi og gott að aðstoða Nínu og hún hafði áhyggjur af því að móðir þeirra systra væri veik af krabbameini og fjölskyldan ætti því erfitt um þessar mundir. Þetta hefur verið árið 2012 og móðir Áslaugar og Nínu lést seint á því ári. Ég dáðist úr fjarlægð að nánd og jákvæðni þeirra systranna en ég þekkti þær ekki neitt. Sennilega var það vegna þessarar innsýnar í þeirra líf sem mér blöskraði það mótlæti sem átti eftir að mæta Áslaugu fyrir það eitt að segja sína skoðun upphátt. Henni varð það á 22 ára gamalli að segja skoðun sína á því að henni fyndist að það ætti að vera hægt að kaupa hvítvín á sunnudögum þrátt fyrir heilagleika sunnudagsins í augum þjóðkirkjunnar. Fyrir þessa skoðun mátti þessi skelegga unga kona þola fúkyrðaflaum. Hún var meðal annars kölluð heilalaust sjálfstæðisfóstur, vitskert snobbtík og faggabarn. Öllu þessu tók hún með stóískri ró og hrósaði jafnvel fólki fyrir hugmyndaauðgi í nafngiftum en bætti jafnframt við: ,,Það er bara óskandi að fólk geti rökrætt hluti á málefnalegum grundvelli”. Nú 12 árum síðar tek ég undir þessi orð Áslaugar Örnu. Þræðir okkar Áslaugar hafa nú skarast án þess að við höfum kynnst persónulega. Henni varð aftur á. Hún hafði skoðun. Það er ekki leyfilegt í heimi sumra lækna (sumra lækna nb!!) að hafa skoðun á heilbrigðismálum. Áslaug Arna leyfði sér að benda á staðreyndir sem vill svo til að tengjast mínu fyrirtæki Greenfit að hluta til. Greenfit er stofnað með það markmið að leiðarljósi að láta gott af sér leiða og hjálpa fólki að fjölga heilbrigðum æviárum. Við sjáum staðreyndir blasa við: Heilbrigðismál eru stærsti útgjaldaliður ríkisins og munu fara vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar Hlutfall aldraðra mun aukast hratt á næstu árum Um helmingur útgjalda til heilbrigðismála er vegna 65 ára og eldri 80% útgjaldanna fer í að meðhöndla sjúkdóma sem tengjast lífsstíl okkar Munurinn á lífaldri og heilbrigðri ævi er yfir 20 ár og bilið fer breikkandi Efnaskiptavilla er undirliggjandi ástæða flestra lífsstílstengdra sjúkdóma Við eigum á Íslandi alveg frábært lækningakerfi og fagfólk í heilbrigðisfögum vinnur ótrúlega gott starf undir oft erfiðum kringumstæðum. Það er því rík þörf á að rétta kerfinu hjálparhönd og brúa bilið á milli ævilengdar og heilbrigðrar ævi (e lifespan vs healthspan) með því að fjölga heilbrigðum æviárum. Við hjá Greenfit höfum síðastliðin 4 ár aðstoðað um 7000 Íslendinga við að auka heilsulæsi sitt, skilja blóðsykur betur og efnaskiptaheilsu, læra meira um hvernig hreyfing og næring hefur áhrif á líf þeirra og framtíðarheilsu. Til þess að gera þetta höfum við meðal annars notað blóðmælingar til að skyggnast í tölur sem geta hvatt fólk til að byrgja brunninn áður en í óefni er komið. Áslaug Arna skilur mikilvægi fjölbreyttra lausna og kemur því á framfæri í blaðagrein.. En þá fer af stað bylgja af reiðum læknum sem kalla Áslaugu Örnu fáfróða. Þau segja skrif hennar skelfileg og saka hana um vanþekkingu. Hún má ekki hafa skoðun á heilbrigðismálum því hún er bara lögfræðingur og ráðherra. Það kann að vera að Stella sjúkrahúslæknir, Alma Möller og fleiri af þeim læknum sem tjáðu sig á þennan hátt séu einungis að gera það í pólitískum tilgangi og finnist það réttlæta skrifin. En þið dragið Greenfit enn og aftur inn í ósanngjarna umræðu og því get ég ekki annað en borið hönd yfir höfuð mér fyrir hönd þessa mikilvæga fyrirtækis sem einungis er til vegna þess einlæga vilja míns til að styðja fólk til betri heilsu og lífsgæða. Kannski er fyrirtækið mitt ekki einu sinni mikilvægt. En réttur fólksins í landinu til að ákveða sjálft hvort það vilji sinna forvörnum og skilja heilsuna sína betur er það. Sjálfsákvörðunarréttur fólks til að fá upplýsingar um heilsuna á meðan það er heilbrigt er mikilvægur og getur hjálpað fólki að koma í veg fyrir sjúkdóma. En það er einhver tregða hjá þröngum hópi lækna við að sleppa tökunum. Einhver hræðsla við að viðurkenna að þeir þurfa ekki einir að bera ábyrgð á heilsu landsmanna. Landsmenn mega vel gera það sjálfir. Í viðleitni þessara lækna til að halda stjórn á því hvort og hvað ÞÚ hafir leyfi til að vita um ÞÍNA eigin heilsu hafa þeir misst sig í ómálefnalega umræðu og það sem flokka mætti sem rógburð og rökleysu. Þau hafa sagt fólk verða kvíðið ef það fær upplýsingar um heilsu sína, sagt almenning ekki geta skilið niðurstöðurnar og haldið því fram að hér sé um skemmtirannsóknir að ræða. Ítrekað hafa læknar sem eiga það sameiginlegt að þekkja ekki til starfshátta okkar borið okkur sökum sem ekki eru rök fyrir. Í lokuðum hópum lækna á Facebook hafa gengið færslur um Greenfit sem eru hreinlega ósannar. Ég hef velt því fyrir mér hvað búi eiginlega að baki. Er skortur á sjúklingum? Hafið þið áhyggjur af því að fólk sé að bæta heilsu sína með lífsstílsbreytingum? Er þetta öfund því okkur gengur afar vel að hjálpa fólki að afstýra vandamálum og bæta líðan? Eða er þetta allt byggt á vanþekkingu á okkar starfsemi? Á móti kemur að yfir 100 læknar og hjúkrunarfræðingar hafa komið í ástandsskoðun í Greenfit og rætt við okkur um að þau vilji gjarnan að þessi starfsemi sé til og sjá vel hversu vel hún er fallin til þess að sinna heilsueflandi forvörnum. Þessir frábæru framsýnu læknar og hjúkrunarfræðingar hafa meðal annars deilt með okkur því að oft hafi fólk sem leggst inn á hjartadeild í fyrsta sinn með kransæðastíflu eða hjartaáfall ekki hugmynd um undirliggjandi efnaskiptavilluna og sykursýkina sem greinist þá í fyrsta sinn. Það væri svo dýrmætt ef þau hefðu fengið upplýsingar fyrr sem gætu nýst þeim til að snúa við lífsstíl og fyrirbyggja vandann. Mér finnst ekki réttlætanlegt að Áslaug Arna sem manneskja verði fyrir árás sterkrar stéttar heilbrigðisstarfsfólks fyrir það eitt að virða mikilvægi nýsköpunar og fjölbreyttra lausna fyrir kerfið. Sama hvar við stöndum í pólitík. Mér finnst það heldur ekki réttlátt að ég og mitt starfsfólk sitji undir ásökunum nokkurra lækna um að kunna ekki að lesa úr niðurstöðum mælinga viðskiptavina okkar sem við leggjum okkur einlæglega fram um að hjálpa á allan þann máta sem okkur er mögulegt. Ég hef menntun í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands og það hefur gefið mér góðan grunn og gagnrýna hugsun sem gerir mér kleift að svalastöðugum þekkingarþorsta í lestri rannsókna og fræðigreina. Þannig verður maður góður í sínu fagi. Með auðmýkt og stöðugri viðleitni til að vera sífellt að bæta sig. Margir af þeim sem ég dáist mest að eru læknar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa haldið áfram sífelldri þekkingarleit eftir læknanámið og hafa ástríðu fyrir því að hjálpa fólki. Sumir þeirra eru nú í sömu sporum og ég. Bíða eftir að embætti landlæknis afgreiði mál sem búið er að senda aftur heim í hús frá heilbrigðisráðuneytinu sem hefur ítrekað úrskurðað að embætti hafi ekki farið að lögum. Getum við hjálpast að við að búa til besta mögulega heilbrigðiskerfi allra landsmanna þar sem fleiri geta lagt hönd á plóg en einungis læknar? Þá þurfum við að slíðra sverðin og taka höndum saman. Hvar er best að heilsuefling eigi sér stað? Á heimilum fólks áður en það verður veikt til að fjölga heilbrigðum æviárum okkur öllum til heilla. Þannig verndum við heilbrigðiskerfið og njótum lífsins lengur. Lausnin felst ekki í því að öll þjóðin fari á hjúkrunarheimili fyrir aldur fram vegna vanheilsu heldur í heilbrigðari þjóð. Því markmiði náum við með forvörnum, heilsulæsi og valdeflingu einstaklinga til bættrar eigin heilsu. Hvaða flokkur ætlar að setja lýðheilsu og forvarnir í forgang? Höfundur er stofnandi Greenfit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég sá Áslaugu Örnu fyrst þegar hún kom með systur sína, Nínu, að borða á veitingastaðnum mínum Happ. Sennilega kom hún þangað þar sem aðgengi fyrir hjólastóla var gott og vonandi hefur henni líka þótt maturinn góður. Það var líka starfsmaður hjá mér í Happ á þessum tíma sem vann í aukavinnu sem aðstoðarstúlka Nínu. Hún sagði mér frá því að henni þætti gefandi og gott að aðstoða Nínu og hún hafði áhyggjur af því að móðir þeirra systra væri veik af krabbameini og fjölskyldan ætti því erfitt um þessar mundir. Þetta hefur verið árið 2012 og móðir Áslaugar og Nínu lést seint á því ári. Ég dáðist úr fjarlægð að nánd og jákvæðni þeirra systranna en ég þekkti þær ekki neitt. Sennilega var það vegna þessarar innsýnar í þeirra líf sem mér blöskraði það mótlæti sem átti eftir að mæta Áslaugu fyrir það eitt að segja sína skoðun upphátt. Henni varð það á 22 ára gamalli að segja skoðun sína á því að henni fyndist að það ætti að vera hægt að kaupa hvítvín á sunnudögum þrátt fyrir heilagleika sunnudagsins í augum þjóðkirkjunnar. Fyrir þessa skoðun mátti þessi skelegga unga kona þola fúkyrðaflaum. Hún var meðal annars kölluð heilalaust sjálfstæðisfóstur, vitskert snobbtík og faggabarn. Öllu þessu tók hún með stóískri ró og hrósaði jafnvel fólki fyrir hugmyndaauðgi í nafngiftum en bætti jafnframt við: ,,Það er bara óskandi að fólk geti rökrætt hluti á málefnalegum grundvelli”. Nú 12 árum síðar tek ég undir þessi orð Áslaugar Örnu. Þræðir okkar Áslaugar hafa nú skarast án þess að við höfum kynnst persónulega. Henni varð aftur á. Hún hafði skoðun. Það er ekki leyfilegt í heimi sumra lækna (sumra lækna nb!!) að hafa skoðun á heilbrigðismálum. Áslaug Arna leyfði sér að benda á staðreyndir sem vill svo til að tengjast mínu fyrirtæki Greenfit að hluta til. Greenfit er stofnað með það markmið að leiðarljósi að láta gott af sér leiða og hjálpa fólki að fjölga heilbrigðum æviárum. Við sjáum staðreyndir blasa við: Heilbrigðismál eru stærsti útgjaldaliður ríkisins og munu fara vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar Hlutfall aldraðra mun aukast hratt á næstu árum Um helmingur útgjalda til heilbrigðismála er vegna 65 ára og eldri 80% útgjaldanna fer í að meðhöndla sjúkdóma sem tengjast lífsstíl okkar Munurinn á lífaldri og heilbrigðri ævi er yfir 20 ár og bilið fer breikkandi Efnaskiptavilla er undirliggjandi ástæða flestra lífsstílstengdra sjúkdóma Við eigum á Íslandi alveg frábært lækningakerfi og fagfólk í heilbrigðisfögum vinnur ótrúlega gott starf undir oft erfiðum kringumstæðum. Það er því rík þörf á að rétta kerfinu hjálparhönd og brúa bilið á milli ævilengdar og heilbrigðrar ævi (e lifespan vs healthspan) með því að fjölga heilbrigðum æviárum. Við hjá Greenfit höfum síðastliðin 4 ár aðstoðað um 7000 Íslendinga við að auka heilsulæsi sitt, skilja blóðsykur betur og efnaskiptaheilsu, læra meira um hvernig hreyfing og næring hefur áhrif á líf þeirra og framtíðarheilsu. Til þess að gera þetta höfum við meðal annars notað blóðmælingar til að skyggnast í tölur sem geta hvatt fólk til að byrgja brunninn áður en í óefni er komið. Áslaug Arna skilur mikilvægi fjölbreyttra lausna og kemur því á framfæri í blaðagrein.. En þá fer af stað bylgja af reiðum læknum sem kalla Áslaugu Örnu fáfróða. Þau segja skrif hennar skelfileg og saka hana um vanþekkingu. Hún má ekki hafa skoðun á heilbrigðismálum því hún er bara lögfræðingur og ráðherra. Það kann að vera að Stella sjúkrahúslæknir, Alma Möller og fleiri af þeim læknum sem tjáðu sig á þennan hátt séu einungis að gera það í pólitískum tilgangi og finnist það réttlæta skrifin. En þið dragið Greenfit enn og aftur inn í ósanngjarna umræðu og því get ég ekki annað en borið hönd yfir höfuð mér fyrir hönd þessa mikilvæga fyrirtækis sem einungis er til vegna þess einlæga vilja míns til að styðja fólk til betri heilsu og lífsgæða. Kannski er fyrirtækið mitt ekki einu sinni mikilvægt. En réttur fólksins í landinu til að ákveða sjálft hvort það vilji sinna forvörnum og skilja heilsuna sína betur er það. Sjálfsákvörðunarréttur fólks til að fá upplýsingar um heilsuna á meðan það er heilbrigt er mikilvægur og getur hjálpað fólki að koma í veg fyrir sjúkdóma. En það er einhver tregða hjá þröngum hópi lækna við að sleppa tökunum. Einhver hræðsla við að viðurkenna að þeir þurfa ekki einir að bera ábyrgð á heilsu landsmanna. Landsmenn mega vel gera það sjálfir. Í viðleitni þessara lækna til að halda stjórn á því hvort og hvað ÞÚ hafir leyfi til að vita um ÞÍNA eigin heilsu hafa þeir misst sig í ómálefnalega umræðu og það sem flokka mætti sem rógburð og rökleysu. Þau hafa sagt fólk verða kvíðið ef það fær upplýsingar um heilsu sína, sagt almenning ekki geta skilið niðurstöðurnar og haldið því fram að hér sé um skemmtirannsóknir að ræða. Ítrekað hafa læknar sem eiga það sameiginlegt að þekkja ekki til starfshátta okkar borið okkur sökum sem ekki eru rök fyrir. Í lokuðum hópum lækna á Facebook hafa gengið færslur um Greenfit sem eru hreinlega ósannar. Ég hef velt því fyrir mér hvað búi eiginlega að baki. Er skortur á sjúklingum? Hafið þið áhyggjur af því að fólk sé að bæta heilsu sína með lífsstílsbreytingum? Er þetta öfund því okkur gengur afar vel að hjálpa fólki að afstýra vandamálum og bæta líðan? Eða er þetta allt byggt á vanþekkingu á okkar starfsemi? Á móti kemur að yfir 100 læknar og hjúkrunarfræðingar hafa komið í ástandsskoðun í Greenfit og rætt við okkur um að þau vilji gjarnan að þessi starfsemi sé til og sjá vel hversu vel hún er fallin til þess að sinna heilsueflandi forvörnum. Þessir frábæru framsýnu læknar og hjúkrunarfræðingar hafa meðal annars deilt með okkur því að oft hafi fólk sem leggst inn á hjartadeild í fyrsta sinn með kransæðastíflu eða hjartaáfall ekki hugmynd um undirliggjandi efnaskiptavilluna og sykursýkina sem greinist þá í fyrsta sinn. Það væri svo dýrmætt ef þau hefðu fengið upplýsingar fyrr sem gætu nýst þeim til að snúa við lífsstíl og fyrirbyggja vandann. Mér finnst ekki réttlætanlegt að Áslaug Arna sem manneskja verði fyrir árás sterkrar stéttar heilbrigðisstarfsfólks fyrir það eitt að virða mikilvægi nýsköpunar og fjölbreyttra lausna fyrir kerfið. Sama hvar við stöndum í pólitík. Mér finnst það heldur ekki réttlátt að ég og mitt starfsfólk sitji undir ásökunum nokkurra lækna um að kunna ekki að lesa úr niðurstöðum mælinga viðskiptavina okkar sem við leggjum okkur einlæglega fram um að hjálpa á allan þann máta sem okkur er mögulegt. Ég hef menntun í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands og það hefur gefið mér góðan grunn og gagnrýna hugsun sem gerir mér kleift að svalastöðugum þekkingarþorsta í lestri rannsókna og fræðigreina. Þannig verður maður góður í sínu fagi. Með auðmýkt og stöðugri viðleitni til að vera sífellt að bæta sig. Margir af þeim sem ég dáist mest að eru læknar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa haldið áfram sífelldri þekkingarleit eftir læknanámið og hafa ástríðu fyrir því að hjálpa fólki. Sumir þeirra eru nú í sömu sporum og ég. Bíða eftir að embætti landlæknis afgreiði mál sem búið er að senda aftur heim í hús frá heilbrigðisráðuneytinu sem hefur ítrekað úrskurðað að embætti hafi ekki farið að lögum. Getum við hjálpast að við að búa til besta mögulega heilbrigðiskerfi allra landsmanna þar sem fleiri geta lagt hönd á plóg en einungis læknar? Þá þurfum við að slíðra sverðin og taka höndum saman. Hvar er best að heilsuefling eigi sér stað? Á heimilum fólks áður en það verður veikt til að fjölga heilbrigðum æviárum okkur öllum til heilla. Þannig verndum við heilbrigðiskerfið og njótum lífsins lengur. Lausnin felst ekki í því að öll þjóðin fari á hjúkrunarheimili fyrir aldur fram vegna vanheilsu heldur í heilbrigðari þjóð. Því markmiði náum við með forvörnum, heilsulæsi og valdeflingu einstaklinga til bættrar eigin heilsu. Hvaða flokkur ætlar að setja lýðheilsu og forvarnir í forgang? Höfundur er stofnandi Greenfit.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun