Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 26. nóvember 2024 07:29 Það hefur verið erfitt að sitja á sér undanfarna daga þegar að frambjóðendur Samfylkingarinnar lofa betri tíð fyrir kjósendur með bættri efnahagsstjórn. Þar er rætt um að „negla niður verðbólgu og vexti“, eins og það sé einfalt verkefni. Á sama tíma heyrum við frambjóðendur Viðreisnar lofa jafnvægi á húsnæðismarkaði og vöxtum í takt við Evrópusambandið. Þar virðist hins vegar sú staðreynd hafa gleymst að lágir vextir innan ESB koma helst til vegna lítils hagvaxtar og staðnaðs efnahagslífs, sem telst seint eftirsóknarvert. Skuggastjórn borgarstjórnar Reykjavíkur Húsnæðisskortur er eitt stærsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, og keppast flokkarnir við að leggja fram lausnir í þeim málaflokki. Það er aftur á móti ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn, sem Viðreisn og Samfylkingin hafa átt aðkomu að um langa hríð, ber ríka ábyrgð á langvarandi vanda á húsnæðismarkaði. Einstrengisháttur þeirra í húsnæðisuppbyggingu hefur skapað viðvarandi skort á húsnæði með tilheyrandi hækkunum á húsnæðisverði og fasteignamati sem áfram leiðir til hækkana á fasteignasköttum um tugi þúsunda króna. Á sama tíma hefur þjónustan ekki batnað – ef eitthvað, þá hefur hún versnað. Langir biðlistar eftir leikskólaplássi og almennt lakari grunnþjónusta eru dæmi um það. Myllusteinn um háls ungs fólks Áhrif stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur teygja sig lengra en til fasteignamarkaðarins. Húsnæðisverð hefur drifið áfram verðbólgu, sem hefur verið meginástæða hárra stýrivaxta um langa hríð. Þetta veldur óhjákvæmilega miklu álagi á ungar fjölskyldur, sem standa frammi fyrir háum greiðslum af lánum þannig minna er eftir til að mynda til að standa undir þátttöku barna þeirra í íþróttum eða öðrum dýrmætum tómstundum. Þá eru möguleikar ungs fólks til að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig þegar fjölskyldan stækkar takmarkaðir. Nýleg lækkun stýrivaxta Seðlabankans ber merki um árangur fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir gagnrýni. Enn eru vextir alltof háir, en aðhald í ríkisfjármálum og tryggt framboð af húsnæði til lengri tíma eru lykilatriði við að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í því samhengi skiptir miklu máli að greina loforð flokkanna í samhengi við raunverulega aðstæður. Það er því frekar kaldhæðnislegt að Viðreisn og Samfylkingin boði stórátaki í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og þau hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar húsnæðisuppbyggingar með þeirri stefnu sem rekin hefur verið í borginni. Eða lofi að „útrýma biðlistum barna“ á sama tíma og biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mun lengri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt grunninn að áframhaldandi vaxtalækkunum og aukinni velsæld. Það væri óráð að spilla þeim árangri með borgarferð undir leiðsögn Samfylkingar og Viðreisnar. Höfundur er hagfræðingur og ungur sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið erfitt að sitja á sér undanfarna daga þegar að frambjóðendur Samfylkingarinnar lofa betri tíð fyrir kjósendur með bættri efnahagsstjórn. Þar er rætt um að „negla niður verðbólgu og vexti“, eins og það sé einfalt verkefni. Á sama tíma heyrum við frambjóðendur Viðreisnar lofa jafnvægi á húsnæðismarkaði og vöxtum í takt við Evrópusambandið. Þar virðist hins vegar sú staðreynd hafa gleymst að lágir vextir innan ESB koma helst til vegna lítils hagvaxtar og staðnaðs efnahagslífs, sem telst seint eftirsóknarvert. Skuggastjórn borgarstjórnar Reykjavíkur Húsnæðisskortur er eitt stærsta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, og keppast flokkarnir við að leggja fram lausnir í þeim málaflokki. Það er aftur á móti ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn, sem Viðreisn og Samfylkingin hafa átt aðkomu að um langa hríð, ber ríka ábyrgð á langvarandi vanda á húsnæðismarkaði. Einstrengisháttur þeirra í húsnæðisuppbyggingu hefur skapað viðvarandi skort á húsnæði með tilheyrandi hækkunum á húsnæðisverði og fasteignamati sem áfram leiðir til hækkana á fasteignasköttum um tugi þúsunda króna. Á sama tíma hefur þjónustan ekki batnað – ef eitthvað, þá hefur hún versnað. Langir biðlistar eftir leikskólaplássi og almennt lakari grunnþjónusta eru dæmi um það. Myllusteinn um háls ungs fólks Áhrif stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur teygja sig lengra en til fasteignamarkaðarins. Húsnæðisverð hefur drifið áfram verðbólgu, sem hefur verið meginástæða hárra stýrivaxta um langa hríð. Þetta veldur óhjákvæmilega miklu álagi á ungar fjölskyldur, sem standa frammi fyrir háum greiðslum af lánum þannig minna er eftir til að mynda til að standa undir þátttöku barna þeirra í íþróttum eða öðrum dýrmætum tómstundum. Þá eru möguleikar ungs fólks til að kaupa sína fyrstu eign eða að stækka við sig þegar fjölskyldan stækkar takmarkaðir. Nýleg lækkun stýrivaxta Seðlabankans ber merki um árangur fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir gagnrýni. Enn eru vextir alltof háir, en aðhald í ríkisfjármálum og tryggt framboð af húsnæði til lengri tíma eru lykilatriði við að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í því samhengi skiptir miklu máli að greina loforð flokkanna í samhengi við raunverulega aðstæður. Það er því frekar kaldhæðnislegt að Viðreisn og Samfylkingin boði stórátaki í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og þau hafa lagt stein í götu nauðsynlegrar húsnæðisuppbyggingar með þeirri stefnu sem rekin hefur verið í borginni. Eða lofi að „útrýma biðlistum barna“ á sama tíma og biðlistar eftir leikskólaplássum í Reykjavík eru mun lengri en í öðrum sveitarfélögum á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt grunninn að áframhaldandi vaxtalækkunum og aukinni velsæld. Það væri óráð að spilla þeim árangri með borgarferð undir leiðsögn Samfylkingar og Viðreisnar. Höfundur er hagfræðingur og ungur sjálfstæðismaður.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar