Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 11:42 Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar