Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 16:00 Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar