Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar 27. nóvember 2024 08:10 Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun