Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2024 09:41 Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar