Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:43 Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að einnig megi nota orðin vanmáttur og reiði yfir tilfinningarnar sem bullsjóða vegna þess sem hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Staðan er núna sú að sama og engin hjálpargögn berast inn á Gaza. Hernámið hefur í yfir tíu mánuði séð til þess að hjálparstofnanir komist ekki inn á svæðið, og það sem þó kemst inn er stolið eða sprengt upp, eins og má lesa um í þessum greinum frá Le Monde og CBSNews. Þar kemur einnig fram að hernámsliðið standi hjá og leyfi ræningjunum að fara sínu fram. Samkvæmt fólki á svæðinu eru það þessi hjálpargögn sem eru seld á uppsprengdu verði, til dæmis hveitipoki á 40 þúsund krónur. Mig langar til þess að benda ykkur á hóp á Facebook sem heitir Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu. Hann var stofnaður til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst allt í átökunum og lifa við skelfilegar aðstæður, þar sem hungur og skortur á grunnþörfum ógna lífi þeirra. Í hópnum má finna tengla á söfnunarreikninga sem veita þessum fjölskyldum lífsnauðsynlegan stuðning. Reikningarnir eru líflína fjölskyldna sem búa nú við þá staðreynd að það er kerfisbundið verið að svelta þau í hel. Þessar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga hauk í horni í öðru landi þar sem hægt er að opna söfnunarreikning, sem enn er hægt að taka út af. Þar komum við inn í málið. Það er ósköp einfalt að leggja inn á síðurnar. Það eina sem þarf er netsamband og bankareikningur. Að taka þátt er einfalt: með netsambandi og bankareikningi getur hver sem er lagt inn og hjálpað. Markmið hópsins er að nýta tengsl og netið til að koma neyðaraðstoð beint til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Nú biðla ég til ykkar um að leggja á vogarskálarnar. Hryllingurinn heldur áfram og mun líklega gera það í einhvern tíma. En við getum auðveldað líf þessara fjölskyldna, barnanna sem búa við stöðugt sprengjuregn, við hungurmörk. Þess vegna bið ég ykkur um að fara inn á hópinn, líka við hann og finna nokkrar safnanir, eða bara það sem þið ráðið við, og styrkja sem um nemur nokkrum jólagjöfum. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að einnig megi nota orðin vanmáttur og reiði yfir tilfinningarnar sem bullsjóða vegna þess sem hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Staðan er núna sú að sama og engin hjálpargögn berast inn á Gaza. Hernámið hefur í yfir tíu mánuði séð til þess að hjálparstofnanir komist ekki inn á svæðið, og það sem þó kemst inn er stolið eða sprengt upp, eins og má lesa um í þessum greinum frá Le Monde og CBSNews. Þar kemur einnig fram að hernámsliðið standi hjá og leyfi ræningjunum að fara sínu fram. Samkvæmt fólki á svæðinu eru það þessi hjálpargögn sem eru seld á uppsprengdu verði, til dæmis hveitipoki á 40 þúsund krónur. Mig langar til þess að benda ykkur á hóp á Facebook sem heitir Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu. Hann var stofnaður til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst allt í átökunum og lifa við skelfilegar aðstæður, þar sem hungur og skortur á grunnþörfum ógna lífi þeirra. Í hópnum má finna tengla á söfnunarreikninga sem veita þessum fjölskyldum lífsnauðsynlegan stuðning. Reikningarnir eru líflína fjölskyldna sem búa nú við þá staðreynd að það er kerfisbundið verið að svelta þau í hel. Þessar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga hauk í horni í öðru landi þar sem hægt er að opna söfnunarreikning, sem enn er hægt að taka út af. Þar komum við inn í málið. Það er ósköp einfalt að leggja inn á síðurnar. Það eina sem þarf er netsamband og bankareikningur. Að taka þátt er einfalt: með netsambandi og bankareikningi getur hver sem er lagt inn og hjálpað. Markmið hópsins er að nýta tengsl og netið til að koma neyðaraðstoð beint til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Nú biðla ég til ykkar um að leggja á vogarskálarnar. Hryllingurinn heldur áfram og mun líklega gera það í einhvern tíma. En við getum auðveldað líf þessara fjölskyldna, barnanna sem búa við stöðugt sprengjuregn, við hungurmörk. Þess vegna bið ég ykkur um að fara inn á hópinn, líka við hann og finna nokkrar safnanir, eða bara það sem þið ráðið við, og styrkja sem um nemur nokkrum jólagjöfum. Höfundur er þýðandi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun