Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 23:17 Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun