Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 12:01 Víkingurinn Aron Elis Þrándarson í leik Víkinga á móti Borac Banja Luka í Sambansdeildinni á dögunum. Vísir/Anton Brink Armenska félagið FC Noah tekur á móti Víkingum í Sambandsdeildinni í kvöld en leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í útsláttarkeppninni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr. Heimaliðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum en Víkingar hafa aftur á móti unnið tvo í röð. Málið er að Noah var á útivelli í báðum leikjum en Víkingar á heimavelli. Armenska liðið er ekki sama lið á heimavelli og það er á útivelli eins og sást kannski í 8-0 skellinum á móti Chelsea á Stamford Bridge í síðasta leik. Noah hefur unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni þar af 2-0 sigur á tékkneska félaginu Mladá Boleslav í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Noah hefur aftur á mótið tapað sex af átta útileikjum sínum og aðeins unnið einn leik sem var á móti Shkëndija frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð forkeppninnar í ár. Á heimavelli hefur liðið unnið alla leiki sína og haldið marki sínu hreinu í fimm þeirra. Markatalan 18-1 er Noah í vil. Víkingar skrifuðu nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta með því að verða fyrsta liðið til að vinna leik í Sambandsdeildinni og voru einnig fyrsta liðið til að vinan tvo leiki í röð. Víkingar geta aftur skrifað söguna með því að verða fyrsta íslenska liðið til að vinna útileik í sögu Sambandsdeildarinnar. Breiðablik og Víkingur hafa spilað fjóra útileiki til þessa og tapað þeim öllum með markatölunni 2-16. Víkingur er með sex stig eftir þrjá leiki og situr nú í fjórtándi sæti deildarkeppninnar. Liðið á síðan heimaleik gegn Djurgarden þann 12. desember og svo lýkur deildinni með útileik gegn Lask 19. desember. Heimaleikir FC Noah í Evrópukeppnum 2021-22 1-0 sigur á KuPS frá Finnlandi 2024-25 2-0 sigur á Shkëndija frá Norður-Makedóníu 7-0 sigur á Sliema Wanderers frá Möltu 3-1 sigur á AEK Aþenu frá Grikklandi 3-0 sigur á Ružomberok frá Slóvakíu 2-0 sigur á Mladá Boleslav frá Tékklandi Samtals: 6 sigrar í 6 leikjum +17 í markatölu (18-1) Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr. Heimaliðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum en Víkingar hafa aftur á móti unnið tvo í röð. Málið er að Noah var á útivelli í báðum leikjum en Víkingar á heimavelli. Armenska liðið er ekki sama lið á heimavelli og það er á útivelli eins og sást kannski í 8-0 skellinum á móti Chelsea á Stamford Bridge í síðasta leik. Noah hefur unnið alla sex heimaleiki sína í Evrópukeppni þar af 2-0 sigur á tékkneska félaginu Mladá Boleslav í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Noah hefur aftur á mótið tapað sex af átta útileikjum sínum og aðeins unnið einn leik sem var á móti Shkëndija frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð forkeppninnar í ár. Á heimavelli hefur liðið unnið alla leiki sína og haldið marki sínu hreinu í fimm þeirra. Markatalan 18-1 er Noah í vil. Víkingar skrifuðu nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta með því að verða fyrsta liðið til að vinna leik í Sambandsdeildinni og voru einnig fyrsta liðið til að vinan tvo leiki í röð. Víkingar geta aftur skrifað söguna með því að verða fyrsta íslenska liðið til að vinna útileik í sögu Sambandsdeildarinnar. Breiðablik og Víkingur hafa spilað fjóra útileiki til þessa og tapað þeim öllum með markatölunni 2-16. Víkingur er með sex stig eftir þrjá leiki og situr nú í fjórtándi sæti deildarkeppninnar. Liðið á síðan heimaleik gegn Djurgarden þann 12. desember og svo lýkur deildinni með útileik gegn Lask 19. desember. Heimaleikir FC Noah í Evrópukeppnum 2021-22 1-0 sigur á KuPS frá Finnlandi 2024-25 2-0 sigur á Shkëndija frá Norður-Makedóníu 7-0 sigur á Sliema Wanderers frá Möltu 3-1 sigur á AEK Aþenu frá Grikklandi 3-0 sigur á Ružomberok frá Slóvakíu 2-0 sigur á Mladá Boleslav frá Tékklandi Samtals: 6 sigrar í 6 leikjum +17 í markatölu (18-1)
Heimaleikir FC Noah í Evrópukeppnum 2021-22 1-0 sigur á KuPS frá Finnlandi 2024-25 2-0 sigur á Shkëndija frá Norður-Makedóníu 7-0 sigur á Sliema Wanderers frá Möltu 3-1 sigur á AEK Aþenu frá Grikklandi 3-0 sigur á Ružomberok frá Slóvakíu 2-0 sigur á Mladá Boleslav frá Tékklandi Samtals: 6 sigrar í 6 leikjum +17 í markatölu (18-1)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira