Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 28. nóvember 2024 09:06 Steinunn Þórðardóttir segir það mikinn áfanga að ná að stytta vinnuviku lækna eins og annarra heilbrigðisstétta í 36 tíma. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands skrifaði undir nýjan kjarasamning í nótt. Formaður læknafélagsins segir að samningurinn verði kynntur fyrir félagsfólki eftir helgi. Þau hafi náð að stytta vinnuviku lækna og bæta kjör þeirra. „Þetta skilaði árangri í nótt. Við vorum búin að hafa mikla trú á verkefninu allt frá því að við aflýstum þessari fyrstu lotu verkfalla. Við bara unum okkur ekki hvíldar fyrr en þetta kláraðist og það var mjög góð tilfinning,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hún segir að nýr kjarasamningur verði fyrst kynntur fyrir félagsmönnum og það sé planið að vera með fund á mánudagskvöldið í næstu viku. Eftir það muni þau fara um landið til að kynna samninginn fyrir læknum sem starfa víðs vegar um landið. „Við vonum innilega að læknum lítist eins vel á samninginn og okkur.“ Steinunn segir að horft hafi verið á aðferðafræði betri vinnutíma sem gangi út á það að draga úr álagi og bæta jafnvægi á milli vinnu og einkalífs hjá læknum. „Við náðum þarna loks að stytta vinnuviku lækna í 36 tíma eins og hefur verið gert fyrir allar aðrar heilbrigðisstéttir, nema lyfjafræðinga, þannig það er stór áfangi. Við erum að horfa á nýjar og betri útfærslur á vaktafyrirkomulagi og það eru ýmsar breytingar þarna sem við sjáum fyrir okkur að muni bæta vinnuumhverfi.“ Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14 Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
„Þetta skilaði árangri í nótt. Við vorum búin að hafa mikla trú á verkefninu allt frá því að við aflýstum þessari fyrstu lotu verkfalla. Við bara unum okkur ekki hvíldar fyrr en þetta kláraðist og það var mjög góð tilfinning,“ segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Hún segir að nýr kjarasamningur verði fyrst kynntur fyrir félagsmönnum og það sé planið að vera með fund á mánudagskvöldið í næstu viku. Eftir það muni þau fara um landið til að kynna samninginn fyrir læknum sem starfa víðs vegar um landið. „Við vonum innilega að læknum lítist eins vel á samninginn og okkur.“ Steinunn segir að horft hafi verið á aðferðafræði betri vinnutíma sem gangi út á það að draga úr álagi og bæta jafnvægi á milli vinnu og einkalífs hjá læknum. „Við náðum þarna loks að stytta vinnuviku lækna í 36 tíma eins og hefur verið gert fyrir allar aðrar heilbrigðisstéttir, nema lyfjafræðinga, þannig það er stór áfangi. Við erum að horfa á nýjar og betri útfærslur á vaktafyrirkomulagi og það eru ýmsar breytingar þarna sem við sjáum fyrir okkur að muni bæta vinnuumhverfi.“
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14 Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32
Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. 28. nóvember 2024 06:14
Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun. 24. nóvember 2024 22:56