Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 10:22 Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar