Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:32 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Vísir/vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 4,8 prósent. Hún hefur ekki verið lægri síða í október 2021, þegar hún var síðast undir fimm prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir þessa hjöðnun í takt við spár sambandsins. „Þetta er svona sirkabát á þeim stað sem við bjuggumst við. Og ég held að þessi gangur verði áfram, að verðbólgan lækki. Þannig að þetta er allt saman í rétta átt, að okkar mati,“ segir Finnbjörn. Stýrivextir standa í 8,5 prósentum eftir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði þá um 50 punkta 20. nóvember síðastliðinn. Með hjöðnun verðbólgu eykst munur milli hennar og stýrivaxta enn frekar og þar með hækka raunvextir. Raunvaxtastigið með því hæsta í langan tíma Það er einmitt vegna hárra raunvaxta sem viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á verðtryggðum lánum, í slíku umhverfi er dýrara fyrir bankana að fjármagna verðtryggðu lánin en áður. Næsta stýrivaxtaákvörðun er ekki fyrr en í febrúar. Finnbjörn hvetur Seðlabankann til þess að lækka vexti fyrr. „Þetta sýnir okkur að það er enn hærra raunvaxtastig í landinu heldur en var fyrir þessa mælingu. Við teljum að það sé alveg tilefni til aukafundar hjá Seðlabankanum til að halda áfram með þetta lækkunarferli. Við erum enn þeirrar skoðunar að Seðlabankinn brást of seint við, hann átti að vera kominn neðar,“ segir Finnbjörn. „Raunvaxtastigið í landinu er með því hæsta sem gerst hefur í langan tíma. Og ég held að þetta sé hæsta raunvaxtastig í Evrópu.“ Finnbjörn vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann segir það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43 Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 4,8 prósent. Hún hefur ekki verið lægri síða í október 2021, þegar hún var síðast undir fimm prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir þessa hjöðnun í takt við spár sambandsins. „Þetta er svona sirkabát á þeim stað sem við bjuggumst við. Og ég held að þessi gangur verði áfram, að verðbólgan lækki. Þannig að þetta er allt saman í rétta átt, að okkar mati,“ segir Finnbjörn. Stýrivextir standa í 8,5 prósentum eftir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði þá um 50 punkta 20. nóvember síðastliðinn. Með hjöðnun verðbólgu eykst munur milli hennar og stýrivaxta enn frekar og þar með hækka raunvextir. Raunvaxtastigið með því hæsta í langan tíma Það er einmitt vegna hárra raunvaxta sem viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á verðtryggðum lánum, í slíku umhverfi er dýrara fyrir bankana að fjármagna verðtryggðu lánin en áður. Næsta stýrivaxtaákvörðun er ekki fyrr en í febrúar. Finnbjörn hvetur Seðlabankann til þess að lækka vexti fyrr. „Þetta sýnir okkur að það er enn hærra raunvaxtastig í landinu heldur en var fyrir þessa mælingu. Við teljum að það sé alveg tilefni til aukafundar hjá Seðlabankanum til að halda áfram með þetta lækkunarferli. Við erum enn þeirrar skoðunar að Seðlabankinn brást of seint við, hann átti að vera kominn neðar,“ segir Finnbjörn. „Raunvaxtastigið í landinu er með því hæsta sem gerst hefur í langan tíma. Og ég held að þetta sé hæsta raunvaxtastig í Evrópu.“ Finnbjörn vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann segir það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43 Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01
„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43
Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30