„Stolt af sjálfri mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Steinunn Björnsdóttir verður annar fyrirliða Íslands ásamt Sunnu Jónsdóttur á EM. Hún er klár í slaginn. vísir/Viktor Freyr Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira