Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson, Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir og Bogi Kristjánsson skrifa 28. nóvember 2024 20:02 Við sem skipum 1-4 sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi viljum fara hér yfir helstu stefnumál flokksins og helstu áherslur sem varða Suðurland sérstaklega. Megináherslur Lýðræðisflokksins í komandi kosningum er að auka lýðræði , einstaklingsfrelsi og lækka vexti í landinu Það á við á Suðurlandi sem annars staðar að vaxtakjör til almennings eru orðin óþolandi. Aðferðafræðin við að halda verðbólgunni í skefjum er óviðunandi þar sem hún byggir á því að henda verðbólgunni í fangið á ungu fólki og smærri fyrirtækjum. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans beinast ekki eingöngu að því að draga úr lántöku, heldur er þeim beinlínis ætlað að draga úr neyslu og það er gert með því að skerða fjárráð þeirra. Þessu til sönnunar er fræg ,,tásumyndaumræða” frá því fyrr á árinu. Þetta er í raun fullkomið siðleysi og hver veit hvaða óbeinum skaða þetta veldur í skólakerfinu og barnauppeldi almennt. Nú virðist vera dauðafæri til að koma vaxtastiginu í lag þar sem flestir eða allir flokkar sem bjóða sig fram að þessu sinni hafa það á sinni stefnuskrá. Þeir hafa að vísu ekkert gert í því hingað til, afhverju allt í einu núna? Lýðræðisflokkurinn ætlar að bæta úr þeim vanda strax og setja lög um 4% hámark stýrivaxta á Seðlabanka Íslands, líkt og gert hefur verið í Svíþjóð til dæmis. Auk þess viljum við að húsnæðisliðurinn verði tekinn úr neysluvísitölu. Að eiga húsnæði er ekki neysluvara, heldur eru það grundvallarmannréttindi að eiga þak yfir höfuðið. Verðtryggingin verður líka að hverfa. Hún dregur mjög úr mætti stýrivaxtaákvarðana eins og Seðlabankastjóri hefur sjálfur sagt. Með því að húsnæðislán verði óverðtryggð með föstum vöxtum til langs tíma væri eftirspurn eftir lánsfé mun næmari fyrir vaxtabreytingum. Lýðræðisflokkurinn vill verja íslenska náttúru, land okkar, þjóð og íslenskar auðlindir Við viljum standa vörð um almanna hagsmuni fyrst og fremst. Við ætlum að lækka skatta og um um leið draga úr útþenslu ríkisins og verja frelsi einstaklinganna fyrir ásókn ríkisvaldsins. Ásókn stórfyrirtækja sem sannarlega dynur á okkur utan frá þar sem stórveldi, ríkjasambönd og allskonar erlendar stofnanir vilja hafa áhrif á það hvernig Íslendingar lifa sínu lífi. Hver og einn maður á að fá að ráða því fyrst og fremst. Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Almennt séð teljum við varhugavert að mikilvægir innviðir séu í eigu einkaaðila og hefur það sýnt sig núna í náttúruhamförunum að ábyrgð þeirra er takmörkuð þó að réttindi þeirra til arðgreiðslna sé það ekki. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins til erlendra stofnanna verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB. Með áframhaldandi straumi laga og reglugerða frá Evrópusambandinu, án athugasemda, hljótum við að enda þar inni og því eru flestir flokkar á þingi í raun Evrópu flokkar. Hlúum að Grindvíkingum og Suðurnesjum öllum Suðurnesin upplifa núna hamfara tímabil sem ekki sér fyrir endann á. Þjóðin og Lýðræðisflokkurinn er einhuga um það að standa með Grindvíkingum, passa upp á bæinn þeirra og aðstoða þá við búsetu. Mikilvægt er að hlúa að þeim á allan hátt sem er nauðsynlegt fyrir þá. Að það séu enn 100 manns í húsnæðisvanda eftir heilt ár er með öllu ólíðandi. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-31-allt-ad-100-grindvikingar-glima-enn-vid-husnaedisvanda-426228 Við í Lýðræðisflokknum teljum að þeirra hagsmunir eigi að vera í forgangi, sem og öll málefni Suðurnesjabúa er þau ganga í gegnum þetta ófyrirsjáanlega og erfiða tímabil. Það þarf verulega að bæta þjónustu í heilbrigðis og menntamálum Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Langir biðlistar og of mikið álag á heilbrigðiskerfið hefur verið langvarandi og nauðsynlegt að bæta úr vandanum. Ástandið er fyrir löngu orðið ólíðandi og fólk orðið verulega þreytt á því, enda langvarandi og viðvarandi ástand sem virðist bara versna. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á íslensku, lestur, skrift og reikning. Skólar, kennarar og foreldrar fái meiru um það ráðið hvað er kennt og hvernig. Við viljum laða fólk í háskólanám fyrir starfsgreinar þar sem skortur er, eins og til dæmis í læknanám. Það þarf að setja þessa málaflokka í forgang og gera betur fyrir alla landsmenn, bæði þá sem að þurfa þjónustuna og þeir sem hafa burði til að veita hana. Lýðræðisflokkurinn vill rétta hlut aldraðs fólks og öryrkja: Með því að hækka bætur almannatrygginga til samræmis við hækkun launavísitölu eins og lög kveða á um. Með því að tryggja að tekjur skerði ekki greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Haldi fólk áfram að vinna eftir 67 ára aldur verði það undanþegið greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Með því að tryggja að fólk geti notið lífeyrisgreiðslna og eðlilegra tekna af fjármunum og fella brott óhóflegar skerðingar almannatrygginga. Með því að styðja fólk til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar. Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila Skerðingar á lífeyri vegna tekna verði afnumdar Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Allir eiga rétt á að lifa með reisn og sjálfsvirðingu. Við viljum styðja fólk til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar auk þess að tryggja öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila. Að því sögðu þá viljum við einnig að að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu styðji við opinbera heilbrigðiskerfið og öfugt. Slíkur rekstur á aldrei að fela í sér mismunun í aðgengi á þjónustunni vegna efnahags. Full stjórn verði á landamærunum Taka þarf betur á móti þeim hælisleitendum sem hingað koma. Það er engin mannúð fólgin í því að láta fólk velkjast um í kerfinu mánuðum og árum saman og enda svo á því að vera vísað burt, eins og raunin er um flesta. Kostnaðurinn við þetta er líka mjög mikill og væri þeim upphæðum betur varið til að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi hér heima, styðja við aðlögun erlends fólks og svo framvegis. Innviðir landsins þurfa að vera í stakk búnir fyrir þau verkefni sem er ábótavant eins og staðan er í dag. Hæliskerfið verði því lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Það verði gert vel og skilmerkilega eins og við gerðum áður. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem hlotið hafa dóm vegna afbrota skal vísað úr landi. Suðurlandið býður upp á gífurlega möguleika í öllum helstu atvinnugreinum. Einnig þarf að bæta samgöngur víðsvegar í kjördæminu Suðurland er víðfeðmt og tækifærin liggja við hvert fótmál. Ferðaþjónustan þarf að halda áfram að byggja sig upp. Hún gerir það með bættu aðgengi að náttúruperlum, uppbyggingu á annarri afþreyingu, uppbyggingu gistirýma og góðri þjónustu. Mikilvægt er að styrkja innlenda matvælaframleiðslu á allan hátt. Þá viljum við efla innlenda landbúnaðarframleiðslu og styðja við búsetu og búskap vítt og breytt um landið. Við flytjum inn stóran hluta af því sem við neytum og ætti að vera lágmark að framleiða það hér sem hægt er. Bændur fái frelsi til að haga sínum málefnum eftir eigin hyggjuviti og getu, einfalda regluverk og greiða fyrir fjölbreyttari búrekstri með lágu orkuverði til dæmis. Vextir sem áður hafa verið nefndir eru stórt mál fyrir bændur og möguleika á nýliðun. Við leggjum áherslu á að Sunnlendingar njóti betri samgangna og bætta þjónustu. Það er óviðunandi hvernig heilsugæslan hefur verið látin veikjast með hverju ári í öfugu hlutfalli við heilbrigða skynsemi. Forvarnir og fyrstu viðbrögð geta sparað langvinn veikindi á sjúkrahúsum og vinnutap. Það er því allra hagur að heilsugæslan á heimaslóð sé efld. Ljúka þarf við tvöföldun Reykjanesbrautar og halda þarf áfram með bættar samgöngur austur eftir öllu héraðinu. Landeyjahöfn hefur sannað gildi sitt og er mikil lífs kjarabót fyrir Vestmannaeyinga og ferðamannastraumur til Eyja margfaldast þegar hún er opin. Hún þarf að fá betri þjónustu og öflugra dæluskip. Við þurfum að ljúka við rannsóknir á gangagerð til Eyja fá niðurstöðu í þær hugmyndir. Þorlákshöfn er vaxandi áfangastaður siglinga og eru horfur á að þar verði helsta millilandahöfn landsins innan tíðar. Einnig eru miklar framkvæmdir þegar í gangi varðandi landeldi og margt fleira þar í spilum. Bæta þarf veginn um Þrengsli og almennt þarf að hugsa Árborgarsvæðið ásamt Þorlákshöfn og Hveragerði sem eina heild. Ekki má gleyma vegum í dreifbýli sem hafa orðið útundan árum saman.Góðar samgöngur bæta hag allra, bæði þeirra sem nota beint og allra annarra landsmanna sem njóta óbeint. Þjóðin þarf að ná betri tökum á sjávarauðlindinni og betri arði af henni Við horfum vonaraugum til landeldis á fiski, en mikil áform eru uppi í kjördæminu á því sviði. Líklegt er að sú grein geti haft samlegðaráhrif með hefðbundnum landbúnaði með nýtingu lífræns áburðar sem til mun falla. Nýliðun í sjávarútvegi virðist orðin svo gott sem vonlaus nema í gegnum hlutafjáreign í útgerðum sem þegar eru til. Þetta er andstætt því sem eðlilegt er og þarf að breyta. Lýðræðisflokkurinn vill að fiskur fari allur á fiskmarkað til að fá rétt verð á fiskinn og þ.a.l. hærri veiðigjöld af hagnaði útgerðarfyrirtækja. Síðast en ekki síst viljum við efla beint lýðræði, virkja rödd fólksins í landinu og leyfa því að tjá sig í kosningum um mál sem telja má meiriháttar stefnumótandi mál enda erum við hér fyrir þau. Við viljum gera okkar til að greiða fyrir því ! Gerum lífið betra, gerum Ísland gott aftur saman. Hugsum stórt, kjósum Lýðræðisflokkinn (X-L) fyrir land og þjóð. Höfundar skipa 1., 3. og 4. sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Við sem skipum 1-4 sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi viljum fara hér yfir helstu stefnumál flokksins og helstu áherslur sem varða Suðurland sérstaklega. Megináherslur Lýðræðisflokksins í komandi kosningum er að auka lýðræði , einstaklingsfrelsi og lækka vexti í landinu Það á við á Suðurlandi sem annars staðar að vaxtakjör til almennings eru orðin óþolandi. Aðferðafræðin við að halda verðbólgunni í skefjum er óviðunandi þar sem hún byggir á því að henda verðbólgunni í fangið á ungu fólki og smærri fyrirtækjum. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans beinast ekki eingöngu að því að draga úr lántöku, heldur er þeim beinlínis ætlað að draga úr neyslu og það er gert með því að skerða fjárráð þeirra. Þessu til sönnunar er fræg ,,tásumyndaumræða” frá því fyrr á árinu. Þetta er í raun fullkomið siðleysi og hver veit hvaða óbeinum skaða þetta veldur í skólakerfinu og barnauppeldi almennt. Nú virðist vera dauðafæri til að koma vaxtastiginu í lag þar sem flestir eða allir flokkar sem bjóða sig fram að þessu sinni hafa það á sinni stefnuskrá. Þeir hafa að vísu ekkert gert í því hingað til, afhverju allt í einu núna? Lýðræðisflokkurinn ætlar að bæta úr þeim vanda strax og setja lög um 4% hámark stýrivaxta á Seðlabanka Íslands, líkt og gert hefur verið í Svíþjóð til dæmis. Auk þess viljum við að húsnæðisliðurinn verði tekinn úr neysluvísitölu. Að eiga húsnæði er ekki neysluvara, heldur eru það grundvallarmannréttindi að eiga þak yfir höfuðið. Verðtryggingin verður líka að hverfa. Hún dregur mjög úr mætti stýrivaxtaákvarðana eins og Seðlabankastjóri hefur sjálfur sagt. Með því að húsnæðislán verði óverðtryggð með föstum vöxtum til langs tíma væri eftirspurn eftir lánsfé mun næmari fyrir vaxtabreytingum. Lýðræðisflokkurinn vill verja íslenska náttúru, land okkar, þjóð og íslenskar auðlindir Við viljum standa vörð um almanna hagsmuni fyrst og fremst. Við ætlum að lækka skatta og um um leið draga úr útþenslu ríkisins og verja frelsi einstaklinganna fyrir ásókn ríkisvaldsins. Ásókn stórfyrirtækja sem sannarlega dynur á okkur utan frá þar sem stórveldi, ríkjasambönd og allskonar erlendar stofnanir vilja hafa áhrif á það hvernig Íslendingar lifa sínu lífi. Hver og einn maður á að fá að ráða því fyrst og fremst. Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Almennt séð teljum við varhugavert að mikilvægir innviðir séu í eigu einkaaðila og hefur það sýnt sig núna í náttúruhamförunum að ábyrgð þeirra er takmörkuð þó að réttindi þeirra til arðgreiðslna sé það ekki. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins til erlendra stofnanna verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB. Með áframhaldandi straumi laga og reglugerða frá Evrópusambandinu, án athugasemda, hljótum við að enda þar inni og því eru flestir flokkar á þingi í raun Evrópu flokkar. Hlúum að Grindvíkingum og Suðurnesjum öllum Suðurnesin upplifa núna hamfara tímabil sem ekki sér fyrir endann á. Þjóðin og Lýðræðisflokkurinn er einhuga um það að standa með Grindvíkingum, passa upp á bæinn þeirra og aðstoða þá við búsetu. Mikilvægt er að hlúa að þeim á allan hátt sem er nauðsynlegt fyrir þá. Að það séu enn 100 manns í húsnæðisvanda eftir heilt ár er með öllu ólíðandi. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-31-allt-ad-100-grindvikingar-glima-enn-vid-husnaedisvanda-426228 Við í Lýðræðisflokknum teljum að þeirra hagsmunir eigi að vera í forgangi, sem og öll málefni Suðurnesjabúa er þau ganga í gegnum þetta ófyrirsjáanlega og erfiða tímabil. Það þarf verulega að bæta þjónustu í heilbrigðis og menntamálum Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Langir biðlistar og of mikið álag á heilbrigðiskerfið hefur verið langvarandi og nauðsynlegt að bæta úr vandanum. Ástandið er fyrir löngu orðið ólíðandi og fólk orðið verulega þreytt á því, enda langvarandi og viðvarandi ástand sem virðist bara versna. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á íslensku, lestur, skrift og reikning. Skólar, kennarar og foreldrar fái meiru um það ráðið hvað er kennt og hvernig. Við viljum laða fólk í háskólanám fyrir starfsgreinar þar sem skortur er, eins og til dæmis í læknanám. Það þarf að setja þessa málaflokka í forgang og gera betur fyrir alla landsmenn, bæði þá sem að þurfa þjónustuna og þeir sem hafa burði til að veita hana. Lýðræðisflokkurinn vill rétta hlut aldraðs fólks og öryrkja: Með því að hækka bætur almannatrygginga til samræmis við hækkun launavísitölu eins og lög kveða á um. Með því að tryggja að tekjur skerði ekki greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Haldi fólk áfram að vinna eftir 67 ára aldur verði það undanþegið greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Með því að tryggja að fólk geti notið lífeyrisgreiðslna og eðlilegra tekna af fjármunum og fella brott óhóflegar skerðingar almannatrygginga. Með því að styðja fólk til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar. Með því að öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir verði tryggð viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila Skerðingar á lífeyri vegna tekna verði afnumdar Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Allir eiga rétt á að lifa með reisn og sjálfsvirðingu. Við viljum styðja fólk til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar auk þess að tryggja öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila. Að því sögðu þá viljum við einnig að að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu styðji við opinbera heilbrigðiskerfið og öfugt. Slíkur rekstur á aldrei að fela í sér mismunun í aðgengi á þjónustunni vegna efnahags. Full stjórn verði á landamærunum Taka þarf betur á móti þeim hælisleitendum sem hingað koma. Það er engin mannúð fólgin í því að láta fólk velkjast um í kerfinu mánuðum og árum saman og enda svo á því að vera vísað burt, eins og raunin er um flesta. Kostnaðurinn við þetta er líka mjög mikill og væri þeim upphæðum betur varið til að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi hér heima, styðja við aðlögun erlends fólks og svo framvegis. Innviðir landsins þurfa að vera í stakk búnir fyrir þau verkefni sem er ábótavant eins og staðan er í dag. Hæliskerfið verði því lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Það verði gert vel og skilmerkilega eins og við gerðum áður. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem hlotið hafa dóm vegna afbrota skal vísað úr landi. Suðurlandið býður upp á gífurlega möguleika í öllum helstu atvinnugreinum. Einnig þarf að bæta samgöngur víðsvegar í kjördæminu Suðurland er víðfeðmt og tækifærin liggja við hvert fótmál. Ferðaþjónustan þarf að halda áfram að byggja sig upp. Hún gerir það með bættu aðgengi að náttúruperlum, uppbyggingu á annarri afþreyingu, uppbyggingu gistirýma og góðri þjónustu. Mikilvægt er að styrkja innlenda matvælaframleiðslu á allan hátt. Þá viljum við efla innlenda landbúnaðarframleiðslu og styðja við búsetu og búskap vítt og breytt um landið. Við flytjum inn stóran hluta af því sem við neytum og ætti að vera lágmark að framleiða það hér sem hægt er. Bændur fái frelsi til að haga sínum málefnum eftir eigin hyggjuviti og getu, einfalda regluverk og greiða fyrir fjölbreyttari búrekstri með lágu orkuverði til dæmis. Vextir sem áður hafa verið nefndir eru stórt mál fyrir bændur og möguleika á nýliðun. Við leggjum áherslu á að Sunnlendingar njóti betri samgangna og bætta þjónustu. Það er óviðunandi hvernig heilsugæslan hefur verið látin veikjast með hverju ári í öfugu hlutfalli við heilbrigða skynsemi. Forvarnir og fyrstu viðbrögð geta sparað langvinn veikindi á sjúkrahúsum og vinnutap. Það er því allra hagur að heilsugæslan á heimaslóð sé efld. Ljúka þarf við tvöföldun Reykjanesbrautar og halda þarf áfram með bættar samgöngur austur eftir öllu héraðinu. Landeyjahöfn hefur sannað gildi sitt og er mikil lífs kjarabót fyrir Vestmannaeyinga og ferðamannastraumur til Eyja margfaldast þegar hún er opin. Hún þarf að fá betri þjónustu og öflugra dæluskip. Við þurfum að ljúka við rannsóknir á gangagerð til Eyja fá niðurstöðu í þær hugmyndir. Þorlákshöfn er vaxandi áfangastaður siglinga og eru horfur á að þar verði helsta millilandahöfn landsins innan tíðar. Einnig eru miklar framkvæmdir þegar í gangi varðandi landeldi og margt fleira þar í spilum. Bæta þarf veginn um Þrengsli og almennt þarf að hugsa Árborgarsvæðið ásamt Þorlákshöfn og Hveragerði sem eina heild. Ekki má gleyma vegum í dreifbýli sem hafa orðið útundan árum saman.Góðar samgöngur bæta hag allra, bæði þeirra sem nota beint og allra annarra landsmanna sem njóta óbeint. Þjóðin þarf að ná betri tökum á sjávarauðlindinni og betri arði af henni Við horfum vonaraugum til landeldis á fiski, en mikil áform eru uppi í kjördæminu á því sviði. Líklegt er að sú grein geti haft samlegðaráhrif með hefðbundnum landbúnaði með nýtingu lífræns áburðar sem til mun falla. Nýliðun í sjávarútvegi virðist orðin svo gott sem vonlaus nema í gegnum hlutafjáreign í útgerðum sem þegar eru til. Þetta er andstætt því sem eðlilegt er og þarf að breyta. Lýðræðisflokkurinn vill að fiskur fari allur á fiskmarkað til að fá rétt verð á fiskinn og þ.a.l. hærri veiðigjöld af hagnaði útgerðarfyrirtækja. Síðast en ekki síst viljum við efla beint lýðræði, virkja rödd fólksins í landinu og leyfa því að tjá sig í kosningum um mál sem telja má meiriháttar stefnumótandi mál enda erum við hér fyrir þau. Við viljum gera okkar til að greiða fyrir því ! Gerum lífið betra, gerum Ísland gott aftur saman. Hugsum stórt, kjósum Lýðræðisflokkinn (X-L) fyrir land og þjóð. Höfundar skipa 1., 3. og 4. sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun