Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2024 20:15 Kristrún Mjöll Frostadóttir birtist nýverið í myndbandi á samfélagsmiðlum vopnuð sleggju og sagðist ætla að „negla niður“ vextina. Staðan er aftur á móti þannig að vextir nú teknir að lækka og verðbólga í frjálsu falli. Með ábyrgri efnahagsstefnu sem birtist í þessum góða árangri sparar Sjálfstæðisflokkurinn henni ómakið og því er engin þörf á Kristrúnu og hennar sleggju. Lækkandi vextir ekki sjálfgefnir Lækkandi vextir og minni verðbólga eru kærkomin tíðindi fyrir heimilin í landinu. Eftir krefjandi tíma í efnahagsmálunum sökum þekktra utanaðkomandi aðstæðna og alþjóðlegrar verðbólgu er loks tekið að birta til. Nú þegar frekari vaxtalækkun er í sjónmáli á áherslan að vera á að létta enn frekar undir með heimilunum með markvissum skattalækkunum. Við eigum ekki að skipta háum vöxtum út fyrir háa skatta; við eigum að einbeita okkur að því að auka fjárhagslegt frelsi og öryggi fjölskyldna. Það er ekki sjálfsagt að lækkun vaxta þýði sjálfkrafa betri kjör fyrir heimilin. Ef stjórnvöld velja að svara vaxtalækkunum með aukinni skattheimtu eða útþenslu hins opinbera tapa heimilin þeim ávinningi sem vaxtalækkun getur veitt. Þess vegna skiptir máli að stefna okkar sé skýr: Vaxtalækkun og skattalækkun eiga að fara hönd í hönd, þannig að heimilin fái meira svigrúm til að vaxa og dafna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka báknið og lækka skatta, og leggur áherslu á að heimilin njóti góðs af betri efnahagslegum skilyrðum. Flokkurinn lítur ekki á skattahækkanir sem leið til að „stoppa í gatið“ þegar fjármál heimilanna fara batnandi. Þvert á móti vill flokkurinn tryggja að heimilin fái að halda eftir þeim fjármunum sem þau hafa unnið sér inn. Heimili landsins eiga rétt á að njóta þess svigrúms sem vaxtalækkanir skapa til að bæta eigin fjárhag og lífsgæði. Árangurinn af lækkandi vöxtum þarf að skila sér til fólksins í landinu, í stað þess að verða tættur upp í formi nýrra skatta eða aukinnar opinberrar eyðslu. Hvað veljum við? Valið á kjördag er einfalt: Viljum við leyfa heimilunum að njóta ávinningsins af vaxtalækkunum, eða viljum við sjá skattahækkanir tæta niður þetta svigrúm? Saga hávaxtatímabilsins kennir okkur að það er alltaf hagur heimilanna að hafa meira fé milli handanna. Því er galið að íhuga skattahækkanir einmitt nú, þegar heimilin eiga kost á að rétta úr kútnum eftir erfitt tímabil. Vaxtalækkanir og skattalækkanir mynda þannig sterkt tvíeyki fyrir framtíð íslenskra heimila. Þær tryggja að ávinningurinn af betri efnahagslegri stöðu renni til þeirra sem þurfa mest á honum að halda: fjölskyldna landsins. Þetta er sú framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir, og þetta er sú framtíð sem tryggir okkur öllum betri kjör og meiri von. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir birtist nýverið í myndbandi á samfélagsmiðlum vopnuð sleggju og sagðist ætla að „negla niður“ vextina. Staðan er aftur á móti þannig að vextir nú teknir að lækka og verðbólga í frjálsu falli. Með ábyrgri efnahagsstefnu sem birtist í þessum góða árangri sparar Sjálfstæðisflokkurinn henni ómakið og því er engin þörf á Kristrúnu og hennar sleggju. Lækkandi vextir ekki sjálfgefnir Lækkandi vextir og minni verðbólga eru kærkomin tíðindi fyrir heimilin í landinu. Eftir krefjandi tíma í efnahagsmálunum sökum þekktra utanaðkomandi aðstæðna og alþjóðlegrar verðbólgu er loks tekið að birta til. Nú þegar frekari vaxtalækkun er í sjónmáli á áherslan að vera á að létta enn frekar undir með heimilunum með markvissum skattalækkunum. Við eigum ekki að skipta háum vöxtum út fyrir háa skatta; við eigum að einbeita okkur að því að auka fjárhagslegt frelsi og öryggi fjölskyldna. Það er ekki sjálfsagt að lækkun vaxta þýði sjálfkrafa betri kjör fyrir heimilin. Ef stjórnvöld velja að svara vaxtalækkunum með aukinni skattheimtu eða útþenslu hins opinbera tapa heimilin þeim ávinningi sem vaxtalækkun getur veitt. Þess vegna skiptir máli að stefna okkar sé skýr: Vaxtalækkun og skattalækkun eiga að fara hönd í hönd, þannig að heimilin fái meira svigrúm til að vaxa og dafna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka báknið og lækka skatta, og leggur áherslu á að heimilin njóti góðs af betri efnahagslegum skilyrðum. Flokkurinn lítur ekki á skattahækkanir sem leið til að „stoppa í gatið“ þegar fjármál heimilanna fara batnandi. Þvert á móti vill flokkurinn tryggja að heimilin fái að halda eftir þeim fjármunum sem þau hafa unnið sér inn. Heimili landsins eiga rétt á að njóta þess svigrúms sem vaxtalækkanir skapa til að bæta eigin fjárhag og lífsgæði. Árangurinn af lækkandi vöxtum þarf að skila sér til fólksins í landinu, í stað þess að verða tættur upp í formi nýrra skatta eða aukinnar opinberrar eyðslu. Hvað veljum við? Valið á kjördag er einfalt: Viljum við leyfa heimilunum að njóta ávinningsins af vaxtalækkunum, eða viljum við sjá skattahækkanir tæta niður þetta svigrúm? Saga hávaxtatímabilsins kennir okkur að það er alltaf hagur heimilanna að hafa meira fé milli handanna. Því er galið að íhuga skattahækkanir einmitt nú, þegar heimilin eiga kost á að rétta úr kútnum eftir erfitt tímabil. Vaxtalækkanir og skattalækkanir mynda þannig sterkt tvíeyki fyrir framtíð íslenskra heimila. Þær tryggja að ávinningurinn af betri efnahagslegri stöðu renni til þeirra sem þurfa mest á honum að halda: fjölskyldna landsins. Þetta er sú framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir, og þetta er sú framtíð sem tryggir okkur öllum betri kjör og meiri von. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun