Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar 28. nóvember 2024 20:47 Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun