Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 20:00 Glódís Perla VIggósdóttir var á sínum stað í vörn Íslands sem fékk ekki á sig mark í kvöld. Getty/Michael Wade Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli við sterkt lið Kanada í kvöld í fyrri vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni. Kanada er í 6. sæti heimslista FIFA en Ísland í 13. sætinu. Það var þó íslenska liðið sem var nær sigri í leik liðanna í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk besta tækifærið til að skora í leiknum, þegar Lysianne Proulx markvörður Kanada sendi boltann óvart á hana, en Proulx bjargaði sér með því að verja skot Karólínu. Þetta var snemma í seinni hálfleik en Karólína var einnig nálægt því að koma Íslandi yfir á 20. mínútu leiksins, þegar þær Sveindís Jane Jónsdóttir spiluðu sig inn í teig Kanada en markvörðurinn Sabrina D'Angelo, sem lék fyrri hálfleikinn, náði að verjast á síðustu stundu. Ísland átti fleiri færi og Sveindís átti til að mynda skot utan teigs sem fór rétt yfir markið, þegar um korter var til leiksloka. Kanada komst ekki sérstaklega nálægt því að skora og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu, gerði það sem hún hefur verið svo vön að gera með Inter á Ítalíu í vetur, og hélt markinu hreinu. Ísland mætir næst Danmörku á mánudagskvöld, en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir næsta ár þar sem meðal annars bíður Íslands Evrópumót í Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Fleiri fréttir Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Kanada er í 6. sæti heimslista FIFA en Ísland í 13. sætinu. Það var þó íslenska liðið sem var nær sigri í leik liðanna í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk besta tækifærið til að skora í leiknum, þegar Lysianne Proulx markvörður Kanada sendi boltann óvart á hana, en Proulx bjargaði sér með því að verja skot Karólínu. Þetta var snemma í seinni hálfleik en Karólína var einnig nálægt því að koma Íslandi yfir á 20. mínútu leiksins, þegar þær Sveindís Jane Jónsdóttir spiluðu sig inn í teig Kanada en markvörðurinn Sabrina D'Angelo, sem lék fyrri hálfleikinn, náði að verjast á síðustu stundu. Ísland átti fleiri færi og Sveindís átti til að mynda skot utan teigs sem fór rétt yfir markið, þegar um korter var til leiksloka. Kanada komst ekki sérstaklega nálægt því að skora og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu, gerði það sem hún hefur verið svo vön að gera með Inter á Ítalíu í vetur, og hélt markinu hreinu. Ísland mætir næst Danmörku á mánudagskvöld, en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir næsta ár þar sem meðal annars bíður Íslands Evrópumót í Sviss.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Fleiri fréttir Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttulandsleiknum við Kanada í kvöld, á Pinatar Arena á Spáni. 29. nóvember 2024 17:02