Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 20:12 Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun