Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar 29. nóvember 2024 20:40 Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun