Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 12:00 Ólafur Ólafsson er GRINDVÍKINGURNN í augum flestra og nú hefur enginn annar spilar fleiri leiki fyrir félagið í úrvalsdeild karla. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Þetta var 350. deildarleikur Ólafs fyrir Grindavík og komst hann þar með fram úr Páli Axel Vilbergssyni sem var áður leikjahæsti Grindvíkingurinn. Það hafa líka aðeins fjórir leikmenn spilað fleiri leiki fyrir eitt félag í efstu deild á Íslandi. Ólafur var með 15 stig og 5 fráköst í metleiknum. Grindavík vann líka þær mínútur sem hann spilaði með átján stigum. Ólafur hefur spilað alla leiki sína hér á landi fyrir uppeldisfélagið sitt og er Grindvíkingurinn í augum flestra körfuboltaáhugamanna. Bónus Körfuboltakvöld fór aðeins yfir þetta afrek Ólafs í gærkvöldi. Klippa: Óli Óla orðinn leikjahæsti Grindvíkingurinn „Ég reyndi að eyðileggja þetta því ég var oft að reyna að fá hann í liðið mitt. Ég hefði getað eyðilagt þessa tölfræði en vel gert hjá honum að halda sér þarna,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Pavel var ekkert einn í því. Ég reyndi það líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var lengi í stjórninni hjá Keflavík. „Ég fíla Óla. Hann er hæfilega klikkaður og það er góð orka í honum. Það er X-faktor í honum. Í þessum liðum þar sem ég var vanur að allt væri á sínum stað þá væri gott að hafa einn flugeld sem sprengir þetta aðeins upp,“ sagði Pavel. „Má segja að hann sé goðsögn hjá Grindavík,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Alveg hundrað prósent. Ekki bara í Grindavík. Er þetta ekki bara goðsögn í íslenskum körfubolta? Miklu frekar að tala um þetta þannig. Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir því að þessi strákur hafi haldið tryggð við félagið sitt alla tíð. Ekki látið glepjast því ég veit að tilboðin sem hann hefur fengið í gegnum tíðina hafa verið stjarnfræðileg,“ sagði Jón Halldór. Það má sjá innslagið um met Ólafs hér fyrir ofan. Tölfræðin um Ólaf Ólafsson sem birt var í þættinum er unnin af Stattnördunum sem halda út fésbókarsíðu með tölfræðiupplýsingum um íslenskan körfubolta. Það er hægt að skoða hana hér.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira