Handbolti

Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson færir sig til innan Þýskaland fyrir næsta tímabil.
Elvar Örn Jónsson færir sig til innan Þýskaland fyrir næsta tímabil. @SCMagdeburg

Íslenskum landsliðsmönnum fjölgar hjá Magdeburg næsta sumar því Elvar Örn Jónsson hefur gengið frá samningi við þetta mikla Íslendingafélag.

Samingur Elvars nær frá 1 júlí 2025 til 30. júní 2028. Magdeburg staðfestir þetta á miðlum sínum í dag.

Elvar Örn er 27 ára gamall og hefur undanfarin þrjú ár spilað með þýska liðinu MT Melsungen. Hann er að gera góða hluti og er sérstaklega öflugur í varnarleiknum.

Elvar er Selfyssingur og byrjaði atvinnumennsku sína hjá danska félaginu Skjern þar sem hann spilaði frá 2019 til 2021. Yfirgaf Íslands sem Íslandsmeistari og er nú enn að komast í sterkari lið.

Magdeburg er mikið Íslendingalið því þar spila í dag landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Öll útilína íslenska landsliðsins er því komin til félagsins.

Í gegnum tíðina hafa fleiri Íslendingar spilar með Magdeburg við góðan orðstír. Ólafur Stefánsson stendur það fremstur en þeir eru fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×