Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar 1. desember 2024 11:03 Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð. Þessi prófaundirbúningur einkenndist af lestri, glósum og kappræðum. Þrátt fyrir annasaman tíma hjá stúdentum landsins vona ég samt að stúdentar hafi skilað sér á kjörstað og nýtt kosningarétt sinn, hvort sem það hafi verið utan kjörfundar eða mætt í gær á sinn kjörstað og nýtt réttinn. Það er nefnilega þetta með lýðræðið, við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut. Í dag er nefnilega 1. desember sem þýðir ekki bara það að sé dagur stúdenta á Íslandi í dag og heldur ekki bara að við fáum að sjá hvað kom upp úr kjörkössunum heldur einnig að í dag er fullveldisdagur Íslands. Í dag eru 108 ár frá því að Danmörk viðurkenndi að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki með sambandslögunum. Hversu lánsöm erum við öll, að í dag búum við í lýðræðisríki þar sem rödd okkar allra skiptir máli. Þar sem við fáum að hafa eitthvað um það að segja hverjir stjórna landinu okkar. Um daginn héldum við pallborðsumræður hér í hátíðarsal skólans og þær gengu vonum framar. Með þeim langaði okkur að sýna að við stúdentar viljum svo sannarlega láta okkur málin varða. Flokkarnir tóku allir vel í þessa hugmynd okkar og við erum ennþá mjög þakklát fyrir þann tíma sem frambjóðendur gáfu okkur á þessum annasömu dögum sem hafa verið núna. Á pallborðinu umrædda voru nokkrar hraðaspurningar bornar til frambjóðenda þar sem þau höfðu eingöngu tækifæri á að svara með JÁ eða NEI spjöldum. Í þeim voru t.d. allir flokkar sammála um það að auka þyrfti fjárveitingar til háskóla og voru flokkarnir einnig sammála um það að Menntasjóðurinn í sinni núverandi mynd uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. Það er staðreynd að stúdentar vinna of mikið með háskólanámi á Íslandi í dag. Og því ættu stúdentar að hafa þann kost að taka full námslán án þess að hafa áhyggjur af þeim út lífið. En því miður er staðan ekki svoleiðis í dag og því eru margir stúdentar sem vinna mikið með skóla. Því finnst mér mjög góðar fréttir að flokkarnir virtust allir sammála um það að Menntasjóðurinn uppfylli ekki hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður og verður því gaman að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þeirri nýju ríkisstjórn sem myndast. Einnig verður líka spennandi að sjá hvort að ný ríkisstjórn auki fjárveitingar til háskóla á Íslandi eins og allir flokkarnir virtust sammála um í fyrstu hraðaspurningu sem borin var upp. Það eru svo sannarlega bjartir og spennandi tímar fram undan en megum samt ekki gleyma að njóta hvers dags sem við fáum. Höfundur er forseti SHA.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun