Veður

Gular við­varanir í borginni og víðar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Veturinn ætlar að minna á sig í vikunni. 
Veturinn ætlar að minna á sig í vikunni.  Vísir/Vilhelm

Gular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Miðhálendi og Suðurlandi seinni partinn á mánudaginn. 

Þá taka viðvaranir gildi á Vestfjörðum, Breiðafirði og Suðausturlandi á mánudagskvöld. 

Á vef Veðurstofunnar er spáð suðaustan hríð 15-23 m/s og snjókomu víðast hvar á landinu. Á miðhálendi er spáð allt að 28 m/s. 

Búast má við skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og á fjallvegum. 

Viðvaranakort Veðurstofunnar klukkan átta á mánudagskvöld.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×