Þá taka viðvaranir gildi á Vestfjörðum, Breiðafirði og Suðausturlandi á mánudagskvöld.
Á vef Veðurstofunnar er spáð suðaustan hríð 15-23 m/s og snjókomu víðast hvar á landinu. Á miðhálendi er spáð allt að 28 m/s.
Búast má við skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og á fjallvegum.
