Skoðun

Kosninga­sigur fyrir dýra­vernd

Árni Stefán Árnason skrifar

Ég óska Samfylkingunni til hamingju með glæsilegan kosningasigur og sendi Flokki fólksins sömu árnaðaróskir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir ritaði skömmu fyrir kosningar góða grein um stefnu Samfylkingarinnar í dýravernd og birt var á visir. Grein sem ég þakkaði með svargrein á sama stað.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins hefur verið ötulasti talsmaður dýraverndar á þingi s.l. kjörtímabil og barist af grimmd og svo eftir er tekið t.d. í blóðmeramálinu.

Ég bind því miklar vonir við að dýraverndin fái nú þann mikilvæga hljómgrunn sem hún þarf á að halda á næsta kjörtímabili og verði fest í sessi þar sem mikilvægur málaflokkur.

Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Sam­úð

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Skoðun

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Sjá meira


×