Erlendir leikmenn voru leyfðir aftur í deildinni hér heima undir lok níunda áratugarins og hingað komu bandarískir leikmenn sem festu sig í sessi, léku sumir um langt skeið og urðu jafnvel stórstjörnur hér á landi.
Í þætti kvöldsins verður rætt við nokkra þeirra eins Rondey Robinson sem lék með Njarðvík um sex ára skeið, John Rhodes sem lék hér með ÍR og Haukum og Frank Booker sem spilaði með Val, ÍR og Grindavík.
Þeir nutu mikilla vinsælda bæði innan og utan vallar, léku í auglýsingum og voru vinsælt viðtalsefni á síðum blaðanna.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Frank Booker ræða tíma sinn hér og vináttuna við Jón Pál Sigmarsson, aflraunamann og fjórfaldan sigurvegara í Sterkasti maður heims.
Kaninn er á dagskrá Stöð 2 og Stöð 2 Sport næstu sunnudagskvöld. Þátturinn er sýndur klukkan 20.00 á Stöð 2 í kvöld og klukkan 18.40 á Stöð 2 Sport.