Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 17:18 Real Madrid er aðeins einu stigi frá toppnum í spænska boltanum. Maria Gracia Jimenez/Soccrates/Getty Images Jude Bellingham og Kylian Mbappé sáu um markaskorun Real Madrid er liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Madrídingar hafa ekki átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur og liðið hafði tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum. Þar á meðal mátti liðið þola 2-0 tap gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Madrídarliðið átti þó ekki í teljandi vandræðum með fallbaráttulið Getafe í dag. Jude Bellingham kom heimamönnum yfir marð marki af vítapunktinum eftir hálftíma leik áður en hann lagði upp annað mark liðsins fyrir Kylian Mbappé átta mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og Madrídingar fögnuðu því 2-0 sigri. Með sigrinum stökk liðið aftur upp í 2. sæti spænsku deildarinnar, en liðið er nú með 33 stig eftir 14 leiki, einu stigi minna en topplið Barcelona sem hefur leikið einum leik meira. Spænski boltinn
Jude Bellingham og Kylian Mbappé sáu um markaskorun Real Madrid er liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Madrídingar hafa ekki átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur og liðið hafði tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum. Þar á meðal mátti liðið þola 2-0 tap gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í liðinni viku. Madrídarliðið átti þó ekki í teljandi vandræðum með fallbaráttulið Getafe í dag. Jude Bellingham kom heimamönnum yfir marð marki af vítapunktinum eftir hálftíma leik áður en hann lagði upp annað mark liðsins fyrir Kylian Mbappé átta mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og Madrídingar fögnuðu því 2-0 sigri. Með sigrinum stökk liðið aftur upp í 2. sæti spænsku deildarinnar, en liðið er nú með 33 stig eftir 14 leiki, einu stigi minna en topplið Barcelona sem hefur leikið einum leik meira.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti