Handbolti

Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gísli Þorgeir skoraði fimm fyrir Magdeburg í dag.
Gísli Þorgeir skoraði fimm fyrir Magdeburg í dag. EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM

Eftir fjögurra leikja taphrinu virðist Íslendingalið Magdeburg vera að komast á flug á ný og hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir öruggan sigur gegn Bietigheim-Metterzimmern í þýsku deildinni í handbolta í dag.

Taphrina Magdeburg hófst á því að liðið féll úr leik í þýska bikarnum eftir eins marks tap gegn Kiel snemma í síðasta mánuði. Eftir það mátti liðið þola töp gegn MT Melsungen og Hannover-Burgdorf í þýsku deildinni, ásamt því að tapa gegn RK Zagreb í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Íslendingaliðið vann hins vegar sterkan fimm marka sigur gegn Barcelona í Meistaradeildinni síðastliðinn miðvikudag og fylgdi því eftir með níu marka sigri gegn Bietigheim-Metterzimmern, 35-26.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg í dag, en Ómar Ingi Magnússon komst ekki á blað. Eftir sigurinn situr liðið nú í fimmta sæti þýsku deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki, fjórum stigum á eftir toppliði MT Melsungen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×