„Sjúklega stolt af þessum hóp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 21:54 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Perla Ruth Albertsdóttir var valinn maður leiksins er Ísland landaði sínum fyrsta sigri í sögunni á lokamóti EM í kvöld. Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira