„Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 22:16 Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tryggði sér sinn fyrsta sigur í sögunni á lokamóti EM gegn Úkraínu í kvöld. „Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
„Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira