Skýrsla Vals: Söguleg snilld Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 23:17 Stelpurnar okkar voru frábærar í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira. Einbeitingin var rosaleg í upphafi leiks. Ísland var að mæta ekkert eðlilega stóru og sterku liði. Það var eins og körfuboltalandslið Úkraínu væri mætt. Elín Jóna átti mikið í góðri byrjun þar sem hún varði fyrstu fimm skotin sem hún fékk á sig. Þær úkraínsku voru orðnar svo hræddar að þær bombuðu hátt yfir úr fyrsta vítakastinu. Stelpurnar leystu vel að spila sex gegn sjö sóknarmönnum, þar sem Úkraína spilaði með tvo turna á línunni. Staðan úr 4-3 í 8-3 fyrir Ísland og liðinu gekk vel að keyra upp hraðann. Staðan 16-9 í hálfleik, sjö mörk úr hraðaupphlaupum, Elín Jóna með 60 prósent, já – 60 prósent markvörslu. Ísland líka með átta löglegar stöðvanir í fyrri hálfleik, meira en allan leikinn við Holland. Úkraína neyddist í níu tapaða bolta. Vörn, sókn, markvarsla – allt var að smella. Stelpurnar gerðu þetta full spennandi eftir hléið. Það dró aðeins úr hraðaupphlaupsmörkum Íslands og úkraínska liðið vann sig inn í leikinn. Alltaf þegar þær virtust ætla að skapa alvöru spennu kom hins vegar mark eða góð markvarsla og Hafdís Renötudóttir átti nokkrar góðar í seinni hálfleik. Vörnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist sex, eða jafnvel fimm, á við sjö úkraínska turna í gott sem 50 mínútur. Berglind frábær fyrir framan í 5-1 vörninni og naut sín vel, Thea með mörg stopp og heilt yfir frábær liðsframmistaða á alla kanta. Perlu Ruth leið ekkert frábærlega á bekknum undir lok leiks og kom smá stress. Maður fann það einnig en karakterinn og liðsheildin skilaði þessu yfir línuna. Díana Dögg á sérstaklega hrós skilið fyrir frábæra innkomu. Hún kom inn af fítonskrafti þegar aðrar voru ragari í sókninni. Þetta er sögulegt. Þetta er stórt. Eftir sjö leiki og sjö töp á Evrópumóti er fyrsti sigurinn á EM staðreynd. Stuðningurinn geggjaður úr stúkunni og yndisleg stund eftir leik þegar stelpurnar fögnuðu með sínu fólki, sem þær gleyma eflaust seint. Haldið verður upp á sigurinn í kvöld en á morgun fara okkar konur að einblína á Þjóðverja. Gríðarsterkt lið sem sýndi sig gegn bæði Úkraínu og Hollandi fyrr í kvöld. En það er með mikla pressu á herðunum. Með þessar stelpur okkar í framlínunni er allt hægt og ég efast ekki um að stefnan sé sett á milliriðil í Vínarborg. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Sjá meira
Einbeitingin var rosaleg í upphafi leiks. Ísland var að mæta ekkert eðlilega stóru og sterku liði. Það var eins og körfuboltalandslið Úkraínu væri mætt. Elín Jóna átti mikið í góðri byrjun þar sem hún varði fyrstu fimm skotin sem hún fékk á sig. Þær úkraínsku voru orðnar svo hræddar að þær bombuðu hátt yfir úr fyrsta vítakastinu. Stelpurnar leystu vel að spila sex gegn sjö sóknarmönnum, þar sem Úkraína spilaði með tvo turna á línunni. Staðan úr 4-3 í 8-3 fyrir Ísland og liðinu gekk vel að keyra upp hraðann. Staðan 16-9 í hálfleik, sjö mörk úr hraðaupphlaupum, Elín Jóna með 60 prósent, já – 60 prósent markvörslu. Ísland líka með átta löglegar stöðvanir í fyrri hálfleik, meira en allan leikinn við Holland. Úkraína neyddist í níu tapaða bolta. Vörn, sókn, markvarsla – allt var að smella. Stelpurnar gerðu þetta full spennandi eftir hléið. Það dró aðeins úr hraðaupphlaupsmörkum Íslands og úkraínska liðið vann sig inn í leikinn. Alltaf þegar þær virtust ætla að skapa alvöru spennu kom hins vegar mark eða góð markvarsla og Hafdís Renötudóttir átti nokkrar góðar í seinni hálfleik. Vörnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist sex, eða jafnvel fimm, á við sjö úkraínska turna í gott sem 50 mínútur. Berglind frábær fyrir framan í 5-1 vörninni og naut sín vel, Thea með mörg stopp og heilt yfir frábær liðsframmistaða á alla kanta. Perlu Ruth leið ekkert frábærlega á bekknum undir lok leiks og kom smá stress. Maður fann það einnig en karakterinn og liðsheildin skilaði þessu yfir línuna. Díana Dögg á sérstaklega hrós skilið fyrir frábæra innkomu. Hún kom inn af fítonskrafti þegar aðrar voru ragari í sókninni. Þetta er sögulegt. Þetta er stórt. Eftir sjö leiki og sjö töp á Evrópumóti er fyrsti sigurinn á EM staðreynd. Stuðningurinn geggjaður úr stúkunni og yndisleg stund eftir leik þegar stelpurnar fögnuðu með sínu fólki, sem þær gleyma eflaust seint. Haldið verður upp á sigurinn í kvöld en á morgun fara okkar konur að einblína á Þjóðverja. Gríðarsterkt lið sem sýndi sig gegn bæði Úkraínu og Hollandi fyrr í kvöld. En það er með mikla pressu á herðunum. Með þessar stelpur okkar í framlínunni er allt hægt og ég efast ekki um að stefnan sé sett á milliriðil í Vínarborg.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti