Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2024 10:00 Arnór Snær Óskarsson hleypti heimdraganum 2023 eftir að hafa gert góða hluti með Val, bæði hér heima á Íslandi og í Evrópukeppni. getty/Harry Langer Eftir að hafa fengið afar lítið að spila hjá Rhein-Neckar Löwen er Arnór Snær Óskarsson kominn í stórt hlutverk hjá Kolstad. Það var að hrökkva eða stökkva þegar norsku meistararnir vildu fá hann strax til sín. Arnór flutti inn á bróður sinn og samherja, Benedikt Gunnar, en þeir eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð í Þrándheimi. Á mánudaginn fyrir viku var greint frá því að Arnór hefði samið við Noregsmeistara Kolstad. Tveimur dögum seinna spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir liðið, þegar það mætti Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu. Arnór lék svo sinn fyrsta deildarleik fyrir Kolstad um helgina og skoraði þá fjögur mörk í sigri á Haslum, 34-42. Í fyrradag skoraði Arnór einnig fjögur mörk þegar Kolstad tapaði fyrir Kielce, 31-30, í Meistaradeildinni. „Ég var búinn að vera að tala við umboðsmanninn um að reyna að komast frá Löwen til að geta fengið að spila einhvers staðar og fá meiri spiltíma. Þá var Kolstad búið að heyra í mér að ég gæti komið í janúar. En svo viku seinna hringir umboðsmaðurinn í mig og segir að þeir vilji fá mig sem fyrst. Maður hafði bara einn dag til að pakka og svo var bara flogið af stað og maður mættur. Ég samdi á sunnudag/mánudag, tók eina og hálfa æfingu og svo beint í leik,“ sagði Arnór í samtali við Vísi. Hann var þá í miðjum flutningum ásamt bróður sínum. Arnór kveðst afar ánægður með niðurstöðuna, að vera kominn til Kolstad. „Ég var fyrst og fremst að hugsa um að fá meiri spiltíma og komast eitthvað til að spila. Þegar þetta kom upp var það draumur. Að spila í norsku deildinni og fá Meistaradeildarleiki inn á milli er geggjað,“ sagði Arnór. Hef greinilega ekkert verið inni í plönunum Hann gekk í raðir Löwen frá Val fyrir síðasta tímabil. Arnór fékk lítið að spila þá og var lánaður til Gummersbach seinni hluta tímabilsins. Hann vonaðist til að spiltíminn myndi aukast á þessu tímabili en svo varð ekki og því ákvað Arnór að róa á önnur mið. Arnór lék undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach seinni hluta síðasta tímabils.gummersbach „Hann er auðvitað frábær sem er í stöðunni núna, Ivan Martinovic. Hann spilar frábærlega og ég var meira á miðjunni hjá Löwen á þessu tímabili. Ég hef greinilega ekkert verið inni í plönunum á þessu ári og var kannski of seinn í sumar að reyna að finna mér eitthvað sem mér leist vel á. Þá þurfti ég bara að taka slaginn og reyna að koma mér í janúar,“ sagði Arnór. „Ég ætlaði alveg að gefa þessu tækifæri og reyna að vinna mig inn í liðið en þegar þeir voru komnir til baka eftir Ólympíuleikana og fyrir fyrsta leik og allt svoleiðis fjaraði þetta út. Þá reyndi ég að heyra í umboðsmanninum sem fyrst og koma þessu í gang.“ Arnór varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val (2021 og 2022). vísir/hulda margrét Eftir komu Arnórs eru fimm Íslendingar á mála hjá Kolstad. Auk Arnórs og Benedikts leika Sveinn Jóhannsson, Sigurjón Guðmundsson og Sigvaldi Guðjónsson með liðinu. Sá síðastnefndi er fyrirliði þess. Arnór kveðst ánægður með að vera kominn í sannkallað Íslendingalið og farinn að spila aftur með bróður sínum. Sagði mér að stökkva á þetta „Það hjálpaði alveg til að það eru margir Íslendingar hérna og sérstaklega Benni. Það hjálpaði mjög mikið til og hann talaði bara vel um félagið; að þetta væri spennandi og skemmtilegt og ég ætti að stökkva á þetta,“ sagði Arnór. „Við spiluðum saman í gær og maður fékk svona endurlit hvað þetta var geggjað. Við erum enn með þessi tengsl og þau eru ekkert horfin.“ Benedikt Gunnar Óskarsson hefur stimplað sig vel inn hjá Kolstad. Hann var til að mynda markahæsti leikmaður liðsins í sigrinum á Haslum.kolstad Hjá Kolstad deilir Arnór stöðu hægri skyttu með Magnusi Søndenå sem kom til liðsins frá erkifjendunum í Elverum fyrir tímabilið. „Ég vonast til að við skiptum þessu jafnt á milli okkar. Hálfleik og hálfleik eða meira eða minna, eftir því hvor spilar betur,“ sagði Arnór. Alvöru agi og mörg kerfi Lið Kolstad er skipað mörgum norskum landsliðsmönnum, meðal annars stórstjörnunni Sander Sagosen, og þjálfarinn Christian Berge þjálfaði lengi landsliðið. Arnór segir að enginn afsláttur sé gefinn hjá Kolstad. Þar eigi hlutirnir að vera í lagi. Sander Sagosen er skærasta stjarna Kolstad og norsks handbolta.epa/Henning Bagger „Þeir eru með alvöru aga í þessu, mörg kerfi og vilja gera þetta upp á tíu; staðsetningar, hvernig við spilum kerfin og rosa nákvæmt en auðvitað máttu gera þitt. Þetta er skemmtilegt, margt nýtt sem maður þarf að læra en þessir menn þarna eru duglegir að hjálpa mér að koma mér inn í þetta. Þeir eru mjög skilningsríkir,“ sagði Arnór. Eftir komuna til Þrándheims flutti hann inn til Benedikts. Íbúðin var hins vegar heldur lítil fyrir þá tvo og bræðurnir fundu sér því nýja og eru að koma sér fyrir í henni. Erum að taka við Þrándheim „Benni var bara í mjög góðri íbúð einn en þegar ég kom var þetta orðið svolítið þröngt, með töskurnar úti um allt og ég á sófanum. Við urðum eiginlega að flytja og vorum mjög heppnir að finna íbúð sem fyrst. Við erum bara hægt og rólega að færa okkur yfir í nýju íbúðina,“ sagði Arnór sem á von á því að samgangurinn við hina Íslendingana verði talsverður. Benedikt og Arnór eru eins og flestir vita synir þjálfara Evrópubikarmeistara Vals, Óskars Bjarna Óskarssonar.kolstad „Það er mjög fínt og ég held að það verði einhverjir hittingar með Íslendingunum. Við erum að taka yfir, Íslendingar í Þrándheimi,“ sagði Arnór léttur að lokum. Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Á mánudaginn fyrir viku var greint frá því að Arnór hefði samið við Noregsmeistara Kolstad. Tveimur dögum seinna spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir liðið, þegar það mætti Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu. Arnór lék svo sinn fyrsta deildarleik fyrir Kolstad um helgina og skoraði þá fjögur mörk í sigri á Haslum, 34-42. Í fyrradag skoraði Arnór einnig fjögur mörk þegar Kolstad tapaði fyrir Kielce, 31-30, í Meistaradeildinni. „Ég var búinn að vera að tala við umboðsmanninn um að reyna að komast frá Löwen til að geta fengið að spila einhvers staðar og fá meiri spiltíma. Þá var Kolstad búið að heyra í mér að ég gæti komið í janúar. En svo viku seinna hringir umboðsmaðurinn í mig og segir að þeir vilji fá mig sem fyrst. Maður hafði bara einn dag til að pakka og svo var bara flogið af stað og maður mættur. Ég samdi á sunnudag/mánudag, tók eina og hálfa æfingu og svo beint í leik,“ sagði Arnór í samtali við Vísi. Hann var þá í miðjum flutningum ásamt bróður sínum. Arnór kveðst afar ánægður með niðurstöðuna, að vera kominn til Kolstad. „Ég var fyrst og fremst að hugsa um að fá meiri spiltíma og komast eitthvað til að spila. Þegar þetta kom upp var það draumur. Að spila í norsku deildinni og fá Meistaradeildarleiki inn á milli er geggjað,“ sagði Arnór. Hef greinilega ekkert verið inni í plönunum Hann gekk í raðir Löwen frá Val fyrir síðasta tímabil. Arnór fékk lítið að spila þá og var lánaður til Gummersbach seinni hluta tímabilsins. Hann vonaðist til að spiltíminn myndi aukast á þessu tímabili en svo varð ekki og því ákvað Arnór að róa á önnur mið. Arnór lék undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach seinni hluta síðasta tímabils.gummersbach „Hann er auðvitað frábær sem er í stöðunni núna, Ivan Martinovic. Hann spilar frábærlega og ég var meira á miðjunni hjá Löwen á þessu tímabili. Ég hef greinilega ekkert verið inni í plönunum á þessu ári og var kannski of seinn í sumar að reyna að finna mér eitthvað sem mér leist vel á. Þá þurfti ég bara að taka slaginn og reyna að koma mér í janúar,“ sagði Arnór. „Ég ætlaði alveg að gefa þessu tækifæri og reyna að vinna mig inn í liðið en þegar þeir voru komnir til baka eftir Ólympíuleikana og fyrir fyrsta leik og allt svoleiðis fjaraði þetta út. Þá reyndi ég að heyra í umboðsmanninum sem fyrst og koma þessu í gang.“ Arnór varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val (2021 og 2022). vísir/hulda margrét Eftir komu Arnórs eru fimm Íslendingar á mála hjá Kolstad. Auk Arnórs og Benedikts leika Sveinn Jóhannsson, Sigurjón Guðmundsson og Sigvaldi Guðjónsson með liðinu. Sá síðastnefndi er fyrirliði þess. Arnór kveðst ánægður með að vera kominn í sannkallað Íslendingalið og farinn að spila aftur með bróður sínum. Sagði mér að stökkva á þetta „Það hjálpaði alveg til að það eru margir Íslendingar hérna og sérstaklega Benni. Það hjálpaði mjög mikið til og hann talaði bara vel um félagið; að þetta væri spennandi og skemmtilegt og ég ætti að stökkva á þetta,“ sagði Arnór. „Við spiluðum saman í gær og maður fékk svona endurlit hvað þetta var geggjað. Við erum enn með þessi tengsl og þau eru ekkert horfin.“ Benedikt Gunnar Óskarsson hefur stimplað sig vel inn hjá Kolstad. Hann var til að mynda markahæsti leikmaður liðsins í sigrinum á Haslum.kolstad Hjá Kolstad deilir Arnór stöðu hægri skyttu með Magnusi Søndenå sem kom til liðsins frá erkifjendunum í Elverum fyrir tímabilið. „Ég vonast til að við skiptum þessu jafnt á milli okkar. Hálfleik og hálfleik eða meira eða minna, eftir því hvor spilar betur,“ sagði Arnór. Alvöru agi og mörg kerfi Lið Kolstad er skipað mörgum norskum landsliðsmönnum, meðal annars stórstjörnunni Sander Sagosen, og þjálfarinn Christian Berge þjálfaði lengi landsliðið. Arnór segir að enginn afsláttur sé gefinn hjá Kolstad. Þar eigi hlutirnir að vera í lagi. Sander Sagosen er skærasta stjarna Kolstad og norsks handbolta.epa/Henning Bagger „Þeir eru með alvöru aga í þessu, mörg kerfi og vilja gera þetta upp á tíu; staðsetningar, hvernig við spilum kerfin og rosa nákvæmt en auðvitað máttu gera þitt. Þetta er skemmtilegt, margt nýtt sem maður þarf að læra en þessir menn þarna eru duglegir að hjálpa mér að koma mér inn í þetta. Þeir eru mjög skilningsríkir,“ sagði Arnór. Eftir komuna til Þrándheims flutti hann inn til Benedikts. Íbúðin var hins vegar heldur lítil fyrir þá tvo og bræðurnir fundu sér því nýja og eru að koma sér fyrir í henni. Erum að taka við Þrándheim „Benni var bara í mjög góðri íbúð einn en þegar ég kom var þetta orðið svolítið þröngt, með töskurnar úti um allt og ég á sófanum. Við urðum eiginlega að flytja og vorum mjög heppnir að finna íbúð sem fyrst. Við erum bara hægt og rólega að færa okkur yfir í nýju íbúðina,“ sagði Arnór sem á von á því að samgangurinn við hina Íslendingana verði talsverður. Benedikt og Arnór eru eins og flestir vita synir þjálfara Evrópubikarmeistara Vals, Óskars Bjarna Óskarssonar.kolstad „Það er mjög fínt og ég held að það verði einhverjir hittingar með Íslendingunum. Við erum að taka yfir, Íslendingar í Þrándheimi,“ sagði Arnór léttur að lokum.
Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira