Innherji

Kaup SKEL á INNO verð­launuð í Belgíu og sögð tryggja fram­tíð verslunar­keðjunnar

Hörður Ægisson skrifar
Seljandi INNO var þýska félagið Galeria sem hefur verið í fjárhagslegri endurskipulagningu en verslunarkeðjan var sett í formlegt söluferli um haustið í fyrra.
Seljandi INNO var þýska félagið Galeria sem hefur verið í fjárhagslegri endurskipulagningu en verslunarkeðjan var sett í formlegt söluferli um haustið í fyrra.

Kaupin á belgísku verslunarkeðjunni INNO, sem fjárfestingafélagið SKEL stóð að í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, hafa hlotið árleg viðskiptaverðlaun í flokki meðalstórra viðskipta í Belgíu á árinu 2024. Eftir kaupin er framtíð verslunarkeðjunnar sögð vera tryggð í höndum reynslumikilla fjárfesta á smásölumarkaði en SKEL hefur sagt aðstæður á þeim markaði í Evrópu vera mjög áhugaverðar eftir miklar áskoranir síðustu árin.


Tengdar fréttir

For­dæma­laus hús­leit þegar ESA beitti sjálf­stæðum vald­heimildum sínum

Fyrirvaralaus athugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hjá fjárfestingafélaginu Skel í tengslum við meinta markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf, fyrsta slíka aðgerðin sem ráðist hefur verið í hér á landi, kemur um einu ári eftir að málinu lauk með úrskurði áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Húsleit ESA, framkvæmd í gær og fjöldi manns kom að, er gerð í samræmi við ákvæði samkeppnislaga um sjálfstæða heimild stofnunarinnar til að framfylgja samkeppnisreglum EES-samningsins á Íslandi – og þarf hún ekki til þess úrskurð dómstóla.

Væntan­legur sam­runi við Sam­kaup mun breyta dag­vöru­markaðinum mikið

Boðaður samruni Heimkaupa, sem opnaði nýlega verslunina Prís, og Orkunnar við Samkaup mun breyta miklu fyrir dagvörumarkaðinn en hann ætti að hafa í för með sér verulega stærðarhagkvæmni í innkaupum og betri nýtingu á rekstrarfjármunum, að sögn hlutabréfagreinanda. Verðmatsgengi fjárfestingafélagsins SKEL er nokkuð yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu, og áætlað er að velta Prís á þeim ríflega fjórum mánuðum sem hún verður starfrækt á þessu ári muni nema um þremur milljörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×