Innlent

Kristín Hjálm­týs­dóttir hætt hjá Rauða krossinum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kristín S. Hjálmtýsdóttir var framkvæmdastjóri Rauða krossins í níu ár og hefur nú látið af störfum.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir var framkvæmdastjóri Rauða krossins í níu ár og hefur nú látið af störfum. Vísir/Baldur

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, hefur látið af störfum eftir níu ár hjá félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þar kemur fram að hún hafi átt frumkvæði að starfslokunum og hafi þegar látið af störfum.

Þá segir að Arna Harðardóttir, fjármálastjóri Rauða krossins, muni taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verði auglýst innan skamms.

„Við þökkum Kristínu fyrir hennar ómetanlega og óeigingjarna framlag til Rauða krossins á Íslandi. Undir hennar stjórn hefur félagið tekist á við mörg krefjandi verkefni, þar á meðal náttúruhamfarir, heimsfaraldurinn Covid-19 þar sem Rauði krossinn stóð í stafni viðbragðsaðila og nú síðast undirbúning fyrir 100 ára afmæli félagsins. Kristín hefur verið ötull talsmaður mannúðar og þeirra sem minnst mega sín,“ er haft eftir Silju Báru R. Ómarsdóttur, stjórnarformanni Rauða krossins á Íslandi í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×