Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magdeburg þar sem segir að meiðsli Ómars á hægri ökkla valdi því að hann verði frá í um það bil þrjá mánuði. Hann mun þó ekki þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna.
Rückraumspieler Omar Ingi Magnusson hat sich im Heimspiel gegen die SG BBM Bietigheim eine Verletzung am rechten Sprunggelenk zugezogen. Die Diagnose ergibt eine voraussichtliche Ausfallzeit von rund drei Monaten. 🤕
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 3, 2024
Werd schnell wieder fit, Omar! 💚❤️
_____#SCMHUJA I 📷 Popova pic.twitter.com/X14TKTnSci
Ómar meiddist strax í annarri sókn Magdeburgar er liðið vann níu marka sigur gegn Bietigheim. Ómar sótti þá að vörn gestanna og lenti greinilega illa og snéri upp á hægri ökklann á sér. Hann var borinn af velli og kom ekki meira við sögu í leiknum.
🇩🇪 #Bundesliga
— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024
🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB
Ísland hefur leik á HM þann 16. janúar næstkomandi þegar liðið mætir landsliði Grænhöfðaeyja.
Ómar hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin ár og þarf því ekki að fjölyrða um hversu mikill skellur þetta er fyrir Ísland í aðdraganda HM.