Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 3. desember 2024 13:33 Talsverð þróun hefur átt sér stað í leikskólamálum á landsvísu undanfarin misseri. Svo virðist sem að með hverjum deginum kynni fleiri sveitarfélög breyttar áherslur í starfsemi leikskóla sinna en rauði þráðurinn í öllum þessum breytingum er sá sami. Aukning í gjaldtöku, skertur vistunartími og takmörkun á þjónustu sem viðbrögð við mönnunarvanda. Ekki verður dregið úr því að mönnunarvandi leikskólanna er til staðar. Þá er nokkuð óumdeilt að mikið álag er á starfsmönnum leikskólanna. En þær breytingar sem gripið hefur verið til endurspegla með engu móti stöðu foreldra á vinnumarkaði, því að í öllum þessum tilvikum eru foreldrar settir þeir afarkostir að draga úr vinnu eða greiða umtalsvert hærra gjald fyrir sambærilega eða sömu þjónustu. Þannig er hætt við því að fólk með góðar tekjur, sveigjanlegan vinnutíma og sterkt bakland njóti góðs af breyttu fyrirkomulagi og jafnvel minnkað kostnað sinn við leikskólavistun, meðan gjöld annara hækka. Nú hefur mitt sveitarfélag, Rangárþing ytra, bæst í hópinn og ný gjaldskrá tekur gildi í janúar 2025. Eftir breytingar standa foreldrar frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þess að draga úr vinnu með tilheyrandi tekjuskerðingu eða að greiða umtalsvert hærra gjald. Hvorugt er ásættanlegt. Þjónusta skert án samráðs Í Rangárþingi ytra heldur byggðasamlagið Oddi utan um fræðslumálefni, svo sem rekstur leik og grunnskóla. Nýlega voru birtar tillögur um hækkun gjaldskrár og skerta þjónustu sem byggðar eru á vinnu starfshóps. Athygli vekur að aðkoma foreldra að vinnu starfshópsins var takmörkuð og rétt að velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið rétt að fá aðkomu Verkalýðsfélags Suðurlands að ákvörðuninni. Verkalýðsfélagið er með um 600 félagsmenn í Rangárþingi ytra, marga hverja á almennum vinnumarkaði og liggur fyrir að afleiðingar breytinganna koma hvað verst við félagsmenn félagsins sem hefur ekki verið samið við um styttingu vinnuviku. Helstu breytingarnar sem kynntar eru á þjónustunni eru þær að hámarksdvalartími barna 12–24 mánaða er styttur í sex klukkustundir á dag. Þar er lengri vistun aðeins í boði með rökstuðningi og hærri gjöldum, þar sem gjöld eru hækkuð fyrir alla aldurshópa umfram 6 tíma og aukagjöld innheimt fyrir skráningardaga yfir hátíðir. Fólk getur auðveldlega ímyndað sér hvaða áhrif þetta hefur á venjulegt launafólk en tökum eftir sem áður dæmi. Tveir foreldrar með 1 barn í leikskóla. Bæði starfa í ferðaþjónustu sem sér þjálfaðir starfsmenn með 5 ára starfsreynslu. Skv. launatöflu SGS og SA hafa þau 453.228 kr. í laun fyrir skatt á mánuði hvort. Útborgaðar tekjur hjónanna eru því 703.522 kr. Skv. núgildandi gjaldskrá greiða foreldrarnir fyrir 8klst vistun, 8:00-16:00 alla virka daga með fæði 31.252 kr. Með breyttri gjaldskrá myndi kostnaður foreldranna hækka upp í 41.602 kr. á mánuði. Þjónustan fyrir foreldrana er því að hækka um 10.350 kr, eða 25%. Vilji foreldrarnir halda kostnaði við sína þjónustu í svipuðum farvegi þyrftu þau að minnka vistun sína niður í 38klst á viku og kæmi það þá til með að kosta þau 31.736 kr. Til þess að það sé mögulegt hjá hjónunum liggur fyrir að annað þarf að minnka við sig starfshlutfall. Annað foreldrið minnkar því við sig vinnu og er nú í 95% starfshlutfalli og með tekjur upp á 432.309 kr. Útborgaðar tekjur hjónanna eru því nú orðnar 691.270 kr. eða 12.252 kr. lægri. Í öllu falli er aukinn kostnaður foreldranna á bilinu 10.350 kr. – 12.252 kr. á mánuði. Er þá ekki tekið mið af því að það er fjarri því að vera sjálfsagt að starfsfólk geti dregið saman vinnutíma sinn um aðeins 2klst milli 14:00-16:00 á föstudögum og gæti hæglega raungerst að foreldri þyrfti að sleppa hálfum eða heilum degi úr vinnu. Fyrir liggur að breytingarnar hafa í för með sér verri fjárhag foreldra. Halda börnunum heima, á kostnað hvers? Í skýrslu starfshópsins koma fram tillögur um að hækka heimgreiðslur. Rökstuðningurinn er meðal annars sá að ung börn eigi að vera lengur heima en einnig að þetta létti verulega á álagi starfsmanna ef fleiri foreldrar dvelji heima með börn sín. Í kjölfarið bætt við að fyrir hverja fjóra foreldra sem velja að vera heima sparist eitt stöðugildi. Þarna eru markmið starfshópsins farin að tala þvert á hvert annað, en fyrir liggur að í eina höndina er markmiðið að bæta mönnun og minnka álag þá getur ekki í hina höndina verið markmið að spara stöðugildi. Breytingarnar munu einnig hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna á Íslandi er rúmlega þriðjungur þeirra nú þegar í hlutastörfum og samkvæmt nýrri könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, segja mæður helstu ástæðu skerts starfshlutfalls vera samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs en niðurstöðurnar ríma við fyrri rannsóknir. Fjölskyldu- og umönnunarábyrgð er því bersýnilega í meiri mæli á herðum kvenna hér á landi og er ein ástæða launamunar kynjanna með tilheyrandi áhrifum á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna. Í ljósi þessa má draga þá ályktun að með aðgerðunum varpi sveitarfélagið mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með breytingunum er verið að flytja vandann yfir á foreldra, þá sérstaklega konur, og verið að grafa undan atvinnuþátttöku og réttindasöfnun á vinnumarkarði, sér í lagi lífeyrisréttindum sem eru almennt lakari hjá konum. Það er ekki úr vegi að spyrja sig hvort um sé að ræða skammsýni með þessum breytingum, því langvarandi áhrif á samfélagið, hagkerfið, atvinnuþátttöku og efnahag fjölskyldna virðist ekki vera í hávegum höfð. Leikskólakerfið sem samfélagsleg nauðsyn Leikskólar eru hluti af grunnþjónustu íslensk samfélags og gegna mikilvægu hlutverki. Þetta eru menntastofnanir sem stuðla að þroska barnanna okkar í faglegu umhverfi. Íslenskt leikskólakerfi hefur einnig gegnt lykilhlutverki í að tryggja atvinnuþátttöku beggja foreldra og jafnvægis milli vinnu og fjölskyldulífs og um leið að auknu jafnrétti kynjanna. Afleiðingar þess að skerða þjónustu á leikskólum er lægri atvinnuþátttaka, minni útsvarstekjur sveitarfélagsins og skatttekjur hins opinbera og aukið álag á vinnandi foreldra. Lausnir sem styrkja kerfið Það verður ekki af því skafið að það er mikil áskorun fyrir sveitarfélögin að bregðast við hinum ýmsa vanda sem er við rekstur leikskóla. En sveitarfélögin verða að sýna ábyrgð og ganga fram með fordæmi og leita sjálfbærra lausna í samstarfi við hagsmunaaðila. Huga þarf að ábyrgri ákvörðunartöku og lausnum sem styrkja kerfið. Ábyrg ákvörðunartaka getur til að mynda verið að fjárfesta í starfsfólki og bæta kjör og aðstæður og leita lausna sem tryggja jafnvægi á vinnumarkaði og í samfélaginu. Við sem samfélag og kjörnir fulltrúar sérstaklega þurfum að hætta að horfa á leikskólakerfið okkar sem vandamál sem þarf að leysa, heldur lausn sem þarf að styrkja. Skammsýnar lausnir mega ekki grafa undan jafnrétti og atvinnuþátttöku. Horfur til framtíðar Þessi þróun er því miður hafin og mörg sveitarfélög hafa síðastliðið ár farið svipaðar leiðir. Látum lausnir í leikskólamálum ekki verða að kapphlaupi að botninum. Þann 5.desember næstkomandi stendur sveitarfélagið Rangárþing ytra fyrir íbúafundi þar sem meðal annars verða umræður um nýja gjaldskrá Odda bs. Mig langar að hvetja foreldra í Rangárþingi ytra til þess að mæta og láta sig málið varðar. Það fer ekki saman hljóð og mynd að í sveitarfélagi sem hrósar sér af góðri rekstrarniðurstöðu þurfi að ráðast í niðurskurð. Rekstrarniðurstaða A og B hluta Rangárþings ytra var jákvæð um 230 milljónir kr. á árinu 2023. Hvers virði er jákvæða rekstrarniðurstaðan ef hún felur í sér skerta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins? Við foreldra í öðrum sveitarfélögum vil ég segja: verið vakandi og verið á verði. Þróunin er hafin og ef ekki er spyrnt við er hætta á að við höfum óhag af. Höfundur er formaður ASÍ-UNG, kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands og foreldri barns á leikskóla Odda bs. Í Rangárþingi ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Rangárþing ytra Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Talsverð þróun hefur átt sér stað í leikskólamálum á landsvísu undanfarin misseri. Svo virðist sem að með hverjum deginum kynni fleiri sveitarfélög breyttar áherslur í starfsemi leikskóla sinna en rauði þráðurinn í öllum þessum breytingum er sá sami. Aukning í gjaldtöku, skertur vistunartími og takmörkun á þjónustu sem viðbrögð við mönnunarvanda. Ekki verður dregið úr því að mönnunarvandi leikskólanna er til staðar. Þá er nokkuð óumdeilt að mikið álag er á starfsmönnum leikskólanna. En þær breytingar sem gripið hefur verið til endurspegla með engu móti stöðu foreldra á vinnumarkaði, því að í öllum þessum tilvikum eru foreldrar settir þeir afarkostir að draga úr vinnu eða greiða umtalsvert hærra gjald fyrir sambærilega eða sömu þjónustu. Þannig er hætt við því að fólk með góðar tekjur, sveigjanlegan vinnutíma og sterkt bakland njóti góðs af breyttu fyrirkomulagi og jafnvel minnkað kostnað sinn við leikskólavistun, meðan gjöld annara hækka. Nú hefur mitt sveitarfélag, Rangárþing ytra, bæst í hópinn og ný gjaldskrá tekur gildi í janúar 2025. Eftir breytingar standa foreldrar frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þess að draga úr vinnu með tilheyrandi tekjuskerðingu eða að greiða umtalsvert hærra gjald. Hvorugt er ásættanlegt. Þjónusta skert án samráðs Í Rangárþingi ytra heldur byggðasamlagið Oddi utan um fræðslumálefni, svo sem rekstur leik og grunnskóla. Nýlega voru birtar tillögur um hækkun gjaldskrár og skerta þjónustu sem byggðar eru á vinnu starfshóps. Athygli vekur að aðkoma foreldra að vinnu starfshópsins var takmörkuð og rétt að velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið rétt að fá aðkomu Verkalýðsfélags Suðurlands að ákvörðuninni. Verkalýðsfélagið er með um 600 félagsmenn í Rangárþingi ytra, marga hverja á almennum vinnumarkaði og liggur fyrir að afleiðingar breytinganna koma hvað verst við félagsmenn félagsins sem hefur ekki verið samið við um styttingu vinnuviku. Helstu breytingarnar sem kynntar eru á þjónustunni eru þær að hámarksdvalartími barna 12–24 mánaða er styttur í sex klukkustundir á dag. Þar er lengri vistun aðeins í boði með rökstuðningi og hærri gjöldum, þar sem gjöld eru hækkuð fyrir alla aldurshópa umfram 6 tíma og aukagjöld innheimt fyrir skráningardaga yfir hátíðir. Fólk getur auðveldlega ímyndað sér hvaða áhrif þetta hefur á venjulegt launafólk en tökum eftir sem áður dæmi. Tveir foreldrar með 1 barn í leikskóla. Bæði starfa í ferðaþjónustu sem sér þjálfaðir starfsmenn með 5 ára starfsreynslu. Skv. launatöflu SGS og SA hafa þau 453.228 kr. í laun fyrir skatt á mánuði hvort. Útborgaðar tekjur hjónanna eru því 703.522 kr. Skv. núgildandi gjaldskrá greiða foreldrarnir fyrir 8klst vistun, 8:00-16:00 alla virka daga með fæði 31.252 kr. Með breyttri gjaldskrá myndi kostnaður foreldranna hækka upp í 41.602 kr. á mánuði. Þjónustan fyrir foreldrana er því að hækka um 10.350 kr, eða 25%. Vilji foreldrarnir halda kostnaði við sína þjónustu í svipuðum farvegi þyrftu þau að minnka vistun sína niður í 38klst á viku og kæmi það þá til með að kosta þau 31.736 kr. Til þess að það sé mögulegt hjá hjónunum liggur fyrir að annað þarf að minnka við sig starfshlutfall. Annað foreldrið minnkar því við sig vinnu og er nú í 95% starfshlutfalli og með tekjur upp á 432.309 kr. Útborgaðar tekjur hjónanna eru því nú orðnar 691.270 kr. eða 12.252 kr. lægri. Í öllu falli er aukinn kostnaður foreldranna á bilinu 10.350 kr. – 12.252 kr. á mánuði. Er þá ekki tekið mið af því að það er fjarri því að vera sjálfsagt að starfsfólk geti dregið saman vinnutíma sinn um aðeins 2klst milli 14:00-16:00 á föstudögum og gæti hæglega raungerst að foreldri þyrfti að sleppa hálfum eða heilum degi úr vinnu. Fyrir liggur að breytingarnar hafa í för með sér verri fjárhag foreldra. Halda börnunum heima, á kostnað hvers? Í skýrslu starfshópsins koma fram tillögur um að hækka heimgreiðslur. Rökstuðningurinn er meðal annars sá að ung börn eigi að vera lengur heima en einnig að þetta létti verulega á álagi starfsmanna ef fleiri foreldrar dvelji heima með börn sín. Í kjölfarið bætt við að fyrir hverja fjóra foreldra sem velja að vera heima sparist eitt stöðugildi. Þarna eru markmið starfshópsins farin að tala þvert á hvert annað, en fyrir liggur að í eina höndina er markmiðið að bæta mönnun og minnka álag þá getur ekki í hina höndina verið markmið að spara stöðugildi. Breytingarnar munu einnig hafa neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna á Íslandi er rúmlega þriðjungur þeirra nú þegar í hlutastörfum og samkvæmt nýrri könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, segja mæður helstu ástæðu skerts starfshlutfalls vera samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs en niðurstöðurnar ríma við fyrri rannsóknir. Fjölskyldu- og umönnunarábyrgð er því bersýnilega í meiri mæli á herðum kvenna hér á landi og er ein ástæða launamunar kynjanna með tilheyrandi áhrifum á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna. Í ljósi þessa má draga þá ályktun að með aðgerðunum varpi sveitarfélagið mannekluvanda leikskólanna yfir á foreldra og þá einkum mæður í stað þess að taka á mannekluvandanum innan sinna raða. Þannig vinnur breytingin gegn jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með breytingunum er verið að flytja vandann yfir á foreldra, þá sérstaklega konur, og verið að grafa undan atvinnuþátttöku og réttindasöfnun á vinnumarkarði, sér í lagi lífeyrisréttindum sem eru almennt lakari hjá konum. Það er ekki úr vegi að spyrja sig hvort um sé að ræða skammsýni með þessum breytingum, því langvarandi áhrif á samfélagið, hagkerfið, atvinnuþátttöku og efnahag fjölskyldna virðist ekki vera í hávegum höfð. Leikskólakerfið sem samfélagsleg nauðsyn Leikskólar eru hluti af grunnþjónustu íslensk samfélags og gegna mikilvægu hlutverki. Þetta eru menntastofnanir sem stuðla að þroska barnanna okkar í faglegu umhverfi. Íslenskt leikskólakerfi hefur einnig gegnt lykilhlutverki í að tryggja atvinnuþátttöku beggja foreldra og jafnvægis milli vinnu og fjölskyldulífs og um leið að auknu jafnrétti kynjanna. Afleiðingar þess að skerða þjónustu á leikskólum er lægri atvinnuþátttaka, minni útsvarstekjur sveitarfélagsins og skatttekjur hins opinbera og aukið álag á vinnandi foreldra. Lausnir sem styrkja kerfið Það verður ekki af því skafið að það er mikil áskorun fyrir sveitarfélögin að bregðast við hinum ýmsa vanda sem er við rekstur leikskóla. En sveitarfélögin verða að sýna ábyrgð og ganga fram með fordæmi og leita sjálfbærra lausna í samstarfi við hagsmunaaðila. Huga þarf að ábyrgri ákvörðunartöku og lausnum sem styrkja kerfið. Ábyrg ákvörðunartaka getur til að mynda verið að fjárfesta í starfsfólki og bæta kjör og aðstæður og leita lausna sem tryggja jafnvægi á vinnumarkaði og í samfélaginu. Við sem samfélag og kjörnir fulltrúar sérstaklega þurfum að hætta að horfa á leikskólakerfið okkar sem vandamál sem þarf að leysa, heldur lausn sem þarf að styrkja. Skammsýnar lausnir mega ekki grafa undan jafnrétti og atvinnuþátttöku. Horfur til framtíðar Þessi þróun er því miður hafin og mörg sveitarfélög hafa síðastliðið ár farið svipaðar leiðir. Látum lausnir í leikskólamálum ekki verða að kapphlaupi að botninum. Þann 5.desember næstkomandi stendur sveitarfélagið Rangárþing ytra fyrir íbúafundi þar sem meðal annars verða umræður um nýja gjaldskrá Odda bs. Mig langar að hvetja foreldra í Rangárþingi ytra til þess að mæta og láta sig málið varðar. Það fer ekki saman hljóð og mynd að í sveitarfélagi sem hrósar sér af góðri rekstrarniðurstöðu þurfi að ráðast í niðurskurð. Rekstrarniðurstaða A og B hluta Rangárþings ytra var jákvæð um 230 milljónir kr. á árinu 2023. Hvers virði er jákvæða rekstrarniðurstaðan ef hún felur í sér skerta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins? Við foreldra í öðrum sveitarfélögum vil ég segja: verið vakandi og verið á verði. Þróunin er hafin og ef ekki er spyrnt við er hætta á að við höfum óhag af. Höfundur er formaður ASÍ-UNG, kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands og foreldri barns á leikskóla Odda bs. Í Rangárþingi ytra.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun